Enski boltinn

Bramble fær hvorki að æfa né spila með Sunderland

Bramble í leik gegn Liverpool.
Bramble í leik gegn Liverpool.
Sunderland hefur sett varnarmanninn Titus Bramble í skammarkrókinn hjá félaginu á meðan félagið rannsakar sjálft þær ásakanir sem bornar eru á leikmanninn. Bramble er því í verkbanni og fær hvorki að æfa né spila.

Bramble var handtekinn í gær grunaður um kynferðisglæp og einnig um að hafa eiturlyf í sínum fórum. Bramble var sleppt í gær eftir yfirheyrslur.

Sunderland ætlar ekki að tjá sig meira um málið á meðan það er í rannsókn.  Bramble þarf því að dúsa heima hjá sér.

Bramble var einnig handtekinn í fyrra grunaður um nauðgun. Honum var sleppt að lokum.

Bróðir hans var aftur á móti dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í síðasta mánuði fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×