Umfjöllun: Valsmenn á toppinn Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 6. júlí 2011 14:36 Gunnar Már og félagar taka á móti Valsmönnum í kvöld Mynd/Anton Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og börðust vel í fyrri hálfleik. Þeir áttu liprar sóknir og sköpuðu hættulegar stöður, en fengu í raun aðeins eitt dauðafæri. Meðal annars fengu þeir átta horn í fyrri hálfleik en besta færið fékk Gunnar Már sem skallaði boltann í slánna í upphafi leiksins. Skallinn var beint úr innkasti frá Gísla Páli Helgasyni. Valsarar voru lengi í gang en þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Jón Vilhelm Ákason sem potaði boltanum snyrtilega í netið eftir að Haukur Páll hafði flikkað innkasti til hans. Valsmenn vöknuðu aðeins við markið en Þórsarar misstu sjálfstraustið í nokkrar mínútur. Valsarar fengu tvö fín færi, fyrst fékk Atli Sveinn boltann í hnakkann og hann flaug yfir markið og svo skaut Arnar Sveinn framhjá úr fínu færi. Þórsarar vildu tvö víti undir lok fyrri hálfleiks en Valgeir Valgeirsson var viss í sinni sök að dæma ekkert. Atli Sigurjónsson kláraði svo hálfleikinn með aukaspyrnu sem Haraldur varði vel í markinu. Haraldur bað reyndar um skiptingu eftir rúmlega hálftíma leik og var augljóslega kvalinn á hægri hendi en hann kláraði nú samt leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega þegar bæði lið fengu dauðafæri. Fyrst var Arnar Sveinn í dauðafæri við Þórsmarkið, hann náði ekki til boltans en vildi víti. Svo átti Atli frábæran sprett fyrir Þór og Sveinn Elías skaut yfir úr markteignum. Valsmenn skoruðu svo annað markið eftir um það bil stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson skallaði þá hornspyrnu í netið og þetta mark drap nánast leikinn. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en gekk illa að komast í góð færi, en Hörður Sveinsson gat klárað leikinn en Srjdan varði skalla hans af markteignum meistaralega. Ótrúlegt atvik kláraði leikinn endanlega. Valsmenn voru flaggaðir rangstæðir og flaggið fór greinilega upp. Það fór hinsvegar aftur niður þegar Þórsarar voru hættir og Valsmenn skoruðu, þar var Rúnar Már Sigurjónsson að verki. Markið átti ekki að standa og allt brjálaðist á vellinum. Áhorfendur kölluðu meðal annars "KSÍ-KSÍ" inn á völlinn og mótmæltu hástöfum. Leikurinn fjaraði svo einfaldlega út. Þórsarar voru ekki lakari aðilinn lengst af en nýttu ekki færin. Þeir spiluðu vel á löngum köflum en það gerðu Valsmenn líka. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en Valsmenn gerðu það sem gera þarf, nýttu færin. Gunnar Már var góður í liði Þórs og bar þar af ásamt Atla Sigurjónssyni. Rúnar Már var virkilega góður á miðju Vals og vörnin var þétt. Valsmenn eru þar með komnir á topp deildarinnar, en KR á leik til góða.Tölfræði: Skot (á mark): 9-11 (5-7) Varin skot: Srjdan 4 - 4 Haraldur Horn: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-15 Rangstöður: 2-0 Dómari: Valgeir Valgeirsson 5. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og börðust vel í fyrri hálfleik. Þeir áttu liprar sóknir og sköpuðu hættulegar stöður, en fengu í raun aðeins eitt dauðafæri. Meðal annars fengu þeir átta horn í fyrri hálfleik en besta færið fékk Gunnar Már sem skallaði boltann í slánna í upphafi leiksins. Skallinn var beint úr innkasti frá Gísla Páli Helgasyni. Valsarar voru lengi í gang en þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Jón Vilhelm Ákason sem potaði boltanum snyrtilega í netið eftir að Haukur Páll hafði flikkað innkasti til hans. Valsmenn vöknuðu aðeins við markið en Þórsarar misstu sjálfstraustið í nokkrar mínútur. Valsarar fengu tvö fín færi, fyrst fékk Atli Sveinn boltann í hnakkann og hann flaug yfir markið og svo skaut Arnar Sveinn framhjá úr fínu færi. Þórsarar vildu tvö víti undir lok fyrri hálfleiks en Valgeir Valgeirsson var viss í sinni sök að dæma ekkert. Atli Sigurjónsson kláraði svo hálfleikinn með aukaspyrnu sem Haraldur varði vel í markinu. Haraldur bað reyndar um skiptingu eftir rúmlega hálftíma leik og var augljóslega kvalinn á hægri hendi en hann kláraði nú samt leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega þegar bæði lið fengu dauðafæri. Fyrst var Arnar Sveinn í dauðafæri við Þórsmarkið, hann náði ekki til boltans en vildi víti. Svo átti Atli frábæran sprett fyrir Þór og Sveinn Elías skaut yfir úr markteignum. Valsmenn skoruðu svo annað markið eftir um það bil stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson skallaði þá hornspyrnu í netið og þetta mark drap nánast leikinn. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en gekk illa að komast í góð færi, en Hörður Sveinsson gat klárað leikinn en Srjdan varði skalla hans af markteignum meistaralega. Ótrúlegt atvik kláraði leikinn endanlega. Valsmenn voru flaggaðir rangstæðir og flaggið fór greinilega upp. Það fór hinsvegar aftur niður þegar Þórsarar voru hættir og Valsmenn skoruðu, þar var Rúnar Már Sigurjónsson að verki. Markið átti ekki að standa og allt brjálaðist á vellinum. Áhorfendur kölluðu meðal annars "KSÍ-KSÍ" inn á völlinn og mótmæltu hástöfum. Leikurinn fjaraði svo einfaldlega út. Þórsarar voru ekki lakari aðilinn lengst af en nýttu ekki færin. Þeir spiluðu vel á löngum köflum en það gerðu Valsmenn líka. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en Valsmenn gerðu það sem gera þarf, nýttu færin. Gunnar Már var góður í liði Þórs og bar þar af ásamt Atla Sigurjónssyni. Rúnar Már var virkilega góður á miðju Vals og vörnin var þétt. Valsmenn eru þar með komnir á topp deildarinnar, en KR á leik til góða.Tölfræði: Skot (á mark): 9-11 (5-7) Varin skot: Srjdan 4 - 4 Haraldur Horn: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-15 Rangstöður: 2-0 Dómari: Valgeir Valgeirsson 5.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira