Ólafur Örn: Menn fara að kenna öðrum um en sjálfum sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2011 22:43 Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn allt of gjafmilda við FH en Grindvíkingar lögðu upp tvö mörk Hafnfirðinga í leiknum. „Við gerum okkur grein fyrir að við vorum að spila á móti góðu FH-liði. Mér fannst við eiga beinan þátt í að minnsta kosti fimm af mörkunum þeirra. Þar sem við erum að gera barnaleg mistök. Eftir það er leikurinn hálfónýtur. En slysin héldu áfram í seinni hálfleik. Við skorum tvö góð mörk og fáum tvö til þrjú góð færi, hefðum getað lagað þetta," sagði Ólafur Örn. „Við spilum illa, vorum ekki duglegir, vorum ekki að reyna nógu mikið og vorum hver og einn að reyna að gera eitthvað. Það er ákveðin ábyrgðarflótti þegar þetta verður svona erfitt. Það er erfitt á móti góðu liði eins og FH. Þeir þurfa enga hjálp frá okkur til þess að vinna leikir. Þetta spilaðist einhvern veginn allt í mínus hjá okkur," sagði þjálfarinn. Ólafur Örn segir að menn megi ekki fara að kenna öðrum um en sjálfum sér. Leikmenn þurfi að líta í eigin barm. „Fyrst og fremst er þetta einbeitingarleysi. Þetta gerist oft hjá liðum í ströggli. Það verður ábyrgðarflótti og menn fara að kenna öllum öðru um en sjálfum sér. Það er það hættulegasta við þetta. Menn þurfa að byrja á að líta á sjálfan sig áður en menn fara að hugsa um samherjana." Gengi Grindvíkinga hefur verið brösótt í sumar og menn velta því fyrir sér hvort honum finnist sæti hans sem þjálfara vera orðið heitt. „Ég verð að viðurkenna að ég tel mig ekki þurfa að ræða það við einn né neinn. Það gerist bara í Grindavík þegar það gerist. Ég get ekkert verið að hugsa um það. Við þurfum bara að koma þessum leik úr hausnum og skrokknum á okkur. Það er mikilvægur leikur gegn Fram á mánudaginn. Öll svoleiðis vitleysa er bara eyðsla á orku og ég tel okkur þurfa á allri okkar orku að halda," sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn allt of gjafmilda við FH en Grindvíkingar lögðu upp tvö mörk Hafnfirðinga í leiknum. „Við gerum okkur grein fyrir að við vorum að spila á móti góðu FH-liði. Mér fannst við eiga beinan þátt í að minnsta kosti fimm af mörkunum þeirra. Þar sem við erum að gera barnaleg mistök. Eftir það er leikurinn hálfónýtur. En slysin héldu áfram í seinni hálfleik. Við skorum tvö góð mörk og fáum tvö til þrjú góð færi, hefðum getað lagað þetta," sagði Ólafur Örn. „Við spilum illa, vorum ekki duglegir, vorum ekki að reyna nógu mikið og vorum hver og einn að reyna að gera eitthvað. Það er ákveðin ábyrgðarflótti þegar þetta verður svona erfitt. Það er erfitt á móti góðu liði eins og FH. Þeir þurfa enga hjálp frá okkur til þess að vinna leikir. Þetta spilaðist einhvern veginn allt í mínus hjá okkur," sagði þjálfarinn. Ólafur Örn segir að menn megi ekki fara að kenna öðrum um en sjálfum sér. Leikmenn þurfi að líta í eigin barm. „Fyrst og fremst er þetta einbeitingarleysi. Þetta gerist oft hjá liðum í ströggli. Það verður ábyrgðarflótti og menn fara að kenna öllum öðru um en sjálfum sér. Það er það hættulegasta við þetta. Menn þurfa að byrja á að líta á sjálfan sig áður en menn fara að hugsa um samherjana." Gengi Grindvíkinga hefur verið brösótt í sumar og menn velta því fyrir sér hvort honum finnist sæti hans sem þjálfara vera orðið heitt. „Ég verð að viðurkenna að ég tel mig ekki þurfa að ræða það við einn né neinn. Það gerist bara í Grindavík þegar það gerist. Ég get ekkert verið að hugsa um það. Við þurfum bara að koma þessum leik úr hausnum og skrokknum á okkur. Það er mikilvægur leikur gegn Fram á mánudaginn. Öll svoleiðis vitleysa er bara eyðsla á orku og ég tel okkur þurfa á allri okkar orku að halda," sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn