Enski boltinn

Ferguson: Þetta eru mikil vonbrigði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fletcher og Rooney voru súrir eftir leik.
Fletcher og Rooney voru súrir eftir leik.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Úlfunum í kvöld en þetta var fyrsta deildartap United í 30 leikjum.

"Þetta eru mikil vonbrigði enda erum við búnir að vera lengi á siglingu. Við komumst bara aldrei í gang í síðari hálfleik. Það er erfitt að ráða við Úlfana í föstum leikatriðum og það sýndi sig enn og aftur í kvöld," sagði Ferguson en United hefði getað náð sjö stiga forskoti í deildinni hefði liðið lagt botnliðið.

"Þarna var tækifæri fyrir okkur til þess að halda áfram á frábærri sigurgöngu en stöðugleikinn sem við höfum sýnt var ekki til staðar."

Ferguson greindi einnig frá því að Rio Ferdinand verði líklega frá í tvær vikur en hann meiddist á kálfa í upphitun í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×