Michael Ballack fagnaði sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld ásamt félögum sínum í Bayer Leverkusen eftir dramatískan 2-1 sigur á gömlu félögum hans í Chelsea. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins en Chelsea komst yfir í byrjun seinni hálfleiks.
„Við erum komnir áfram í næstu umferð en Chelsea á eftir heimaleik á móti Valencia svo að þeir eiga enn góða möguleika," sagði Michael Ballack.
„Öll lið þurfa að fara í gegnum erfið tímabil eins og Chelsea er að glíma við núna. Ég þekki leikmennina vel og veit að þeir eru miklir keppnismenn. Þeir eru með sterkt lið og munu koma til baka," sagði Michael Ballack.
Michael Ballack: Chelsea á enn góða möguleika
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti






Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn