Fótbolti

Socrates leggur flöskuna á hilluna

Socrates fagnar hér marki með Zico.
Socrates fagnar hér marki með Zico.
Brasilíska goðsögnin Socrates, 57 ára, viðurkennir að hafa átt í erfiðleikum í baráttunni við Bakkus á árum áður en segist ekki vera alki. Socrates hefur í tvígang verið lagður inn á spítala vegna lifrarvandamála og innvortis blæðinga.

"Ég átti ekki í stórkostlegum vandræðum með áfengi því ég var ekki háður því. Ég drakk helst bara í félagsskap annarra og það leið oft langur tími á milli þess sem ég neytti áfengis," sagði Socrates.

"Mig langar ekki til að drekka lengur. Ég hef ekki drukkið sopa í fimm mánuði og ég sakna þess ekki neitt. Auðvitað þarf ég síðan að passa mig út af veikindunum. Sem betur fer er ég ekki háður og því er ég í minni vandamálum en þeir sem eru alkóhólistar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×