Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum 8. júní 2011 06:00 Sorpbrennslan Funi Þrátt fyrir að engin heilsuverndarmörk hafi verið skilgreind um díoxín er talið öruggt að íbúar í nágrenni Funa þurfi ekki að óttast heilsutap vegna mengunar.mynd/halldór Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. Díoxínmagn í blóði þeirra sem unnu í Funa eða bjuggu næst sorpbrennslunni er hæst 60 prósent yfir viðmiðunargildum sem voru fengin frá tuttugu manns á Ísafirði og í Reykjavík. Í marsmánuði var safnað blóðsýnum og mjólkursýni frá íbúum á Ísafirði, í Skutulsfirði, Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, eftir að í ljós kom að sorpbrennslur í Skutulsfirði, Eyjum og á Klaustri höfðu um árabil myndað díoxín yfir mörkum fyrir sorpbrennslur sem tóku til starfa eftir 2003. „Þetta er léttir, það verður að viðurkennast,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Spurður um niðurstöðu mælingarinnar, og við hvað sé miðað, segir Haraldur að heilsuverndarmörk séu ekki vel skilgreind. „Þetta er ekki vel skilgreint, ég verð að játa það. En menn telja að þetta magn ógni ekki heilsu manna að neinu leyti.“ Haraldur segir að í Bandaríkjunum sé miðað við 25-30 píkógrömm (pg/g) sem heilsuverndarmörk. „Það er heldur ekki hægt að fullyrða að þó að gildin færu í 50 að það ógni heilsu og okkar vísindamenn telja sig fullvissa um að þetta magn sé skaðlaust.“ Hæstu gildi úr blóðsýnum starfsmanna og íbúa í Skutulsfirði voru 16,2 pg/g. Viðmiðunargildi voru í kringum tíu pg/g sem er ámóta og þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu mælir sóttvarnalæknir engu að síður með að allir sem starfa við sorpbrennslur noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. „Ég mæli með því að menn verji sig vel og vonandi heyra þessir brennsluofnar bráðum sögunni til,“ segir Haraldur. Enn er unnið að blýmælingum hjá þeim sem voru rannsakaðir með tilliti til díoxíns. Niðurstöður þeirra mælinga verða væntanlega gerðar kunnar síðar í þessum mánuði. Þær mælingar gefa til kynna hvort annars konar mengun hafði áhrif á fólk á þeim svæðum þar sem sorpbrennslur störfuðu. svavar@frettabladid.is Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. Díoxínmagn í blóði þeirra sem unnu í Funa eða bjuggu næst sorpbrennslunni er hæst 60 prósent yfir viðmiðunargildum sem voru fengin frá tuttugu manns á Ísafirði og í Reykjavík. Í marsmánuði var safnað blóðsýnum og mjólkursýni frá íbúum á Ísafirði, í Skutulsfirði, Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, eftir að í ljós kom að sorpbrennslur í Skutulsfirði, Eyjum og á Klaustri höfðu um árabil myndað díoxín yfir mörkum fyrir sorpbrennslur sem tóku til starfa eftir 2003. „Þetta er léttir, það verður að viðurkennast,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Spurður um niðurstöðu mælingarinnar, og við hvað sé miðað, segir Haraldur að heilsuverndarmörk séu ekki vel skilgreind. „Þetta er ekki vel skilgreint, ég verð að játa það. En menn telja að þetta magn ógni ekki heilsu manna að neinu leyti.“ Haraldur segir að í Bandaríkjunum sé miðað við 25-30 píkógrömm (pg/g) sem heilsuverndarmörk. „Það er heldur ekki hægt að fullyrða að þó að gildin færu í 50 að það ógni heilsu og okkar vísindamenn telja sig fullvissa um að þetta magn sé skaðlaust.“ Hæstu gildi úr blóðsýnum starfsmanna og íbúa í Skutulsfirði voru 16,2 pg/g. Viðmiðunargildi voru í kringum tíu pg/g sem er ámóta og þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu mælir sóttvarnalæknir engu að síður með að allir sem starfa við sorpbrennslur noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. „Ég mæli með því að menn verji sig vel og vonandi heyra þessir brennsluofnar bráðum sögunni til,“ segir Haraldur. Enn er unnið að blýmælingum hjá þeim sem voru rannsakaðir með tilliti til díoxíns. Niðurstöður þeirra mælinga verða væntanlega gerðar kunnar síðar í þessum mánuði. Þær mælingar gefa til kynna hvort annars konar mengun hafði áhrif á fólk á þeim svæðum þar sem sorpbrennslur störfuðu. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira