Enski boltinn

Balotelli setur upp fjórhjólabraut í bakgarðinum

Það líður vart sá dagur sem ekki berast einhverjar furðufréttir af Mario Balotelli, leikmanni Man. City, eða Mad Mario eins og bresku blöðin eru farin að kalla Ítalann.

Leikmaðurinn hefur komið sér vel fyrir á sveitasetri í útjaðri Manchester og hann er búinn að breyta bakgarðinum hjá sér í kappakstursbraut fyrir fjórhjól.

Þar spænir Mario fram og til baka allan daginn. Þar sem jörðin hans er stór verða nágrannarnir ekki varir við lætin. Unnusta hans skilur þó ekkert í þessari dellu.

Ekki hefur enn heyrst af því hvað Roberto Mancini, stjóra City, finnist um þetta nýjasta uppátæki en hann gæti hæglega skipt sér af málum enda vill hann ekki að framherjinn sinn slasi sig á hjólinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×