Fótbolti

Olsen verður áfram með Dani

Arnar Björnsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Morten Olsen framlengdi í dag samning sinn við danska knattspyrnusambandið um 2 ár og þjálfar danska landsliðið fram yfir HM í Brasilíu 2014. Olsen tók við Dönum 1. júlí 2000 en tilkynnti í nóvember í fyrra að hann myndi hætta í haust.

Framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins fór að leita að eftirmanni Olsens. Eftir að Danir tryggðu sér keppnisrétt í úrslitum Evrópumótsins í Póllandi og Úkraínu á næsta ári tókst að fá Olsen til að endurskoða ákvörðun sína.

Morten Olsen hefur komið Dönum á úrslit í fjögur af sex síðustu stórmótum. Danir voru ekki með á HM 2006 og ekki heldur í Evrópukeppninni tveimur árum síðar.

Olsen hefur stýrt Dönum í 123 leikjum. Danir hafa unnið 64, gert 32 jafntefli og tapað 27. Markatalan í þessum leikjum er 201-120.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×