Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal 16. nóvember 2011 18:57 Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. Félagið Arnarlax hefur undirbúið verkefnið í þrjú ár en aðalfjárfestirinn á bak við áformin fæddist og ólst upp á Bíldudal og heitir Matthías Garðarsson. Sem ungur maður á háskólaárum í fiskvinnslunámi settist Matthías að í Noregi og hefur síðan byggt upp stærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu Leirfjord, með um áttatíu manns í vinnu. Nú vill hann gera það sama á sínum æskuslóðum. Hann segist hafa verið í Noregi í 34 ár og kunna orðið talsvert í laxeldi og rekstri matvælavinnslu og hann vilji nú nýta þessa kunnáttu í þágu Bíldudals og Arnarfjarðar. Fyrirtæki hans, Salmus, elur lax í sjó í Leirfirði en mestu umsvifin eru þó í fiskréttaverksmiðju þar sem verða til vörur tilbúnar fyrir verslanir í Evrópu. Sambærilega matvælaiðju vill Matthías byggja upp á Bíldudal og leggur höfuðáherslu á að þar verði til fullunnar laxaafurðir. Verið sé að tala um 50-60 störf. Í Arnarfirði vill hann framleiða þrjúþúsund tonn af laxi á ári. Spurður hvort þetta verði stóriðja fyrir Vestfirði segir Matthías ljóst að ef hægt sé að ala lax í Arnarfirði sé enginn vafi á því að hægt sé að byggja upp slíkt iðnfyriræki á Bídudal. Matthías vonast til að Arnarlax geti hafið starfsemi í Arnarfirði næsta vor og að tilskilin leyfi fáist fljótlega frá stjórnvöldum. Hann segir fyrirtækið tilbúið að fara í gang með verkefnið ef leyfin verði þannig úr garði gerð að þeir telji þorandi að leggja út í fjárfestinguna með samstarfsaðilum í Danmörku og Þýskalandi. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. Félagið Arnarlax hefur undirbúið verkefnið í þrjú ár en aðalfjárfestirinn á bak við áformin fæddist og ólst upp á Bíldudal og heitir Matthías Garðarsson. Sem ungur maður á háskólaárum í fiskvinnslunámi settist Matthías að í Noregi og hefur síðan byggt upp stærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu Leirfjord, með um áttatíu manns í vinnu. Nú vill hann gera það sama á sínum æskuslóðum. Hann segist hafa verið í Noregi í 34 ár og kunna orðið talsvert í laxeldi og rekstri matvælavinnslu og hann vilji nú nýta þessa kunnáttu í þágu Bíldudals og Arnarfjarðar. Fyrirtæki hans, Salmus, elur lax í sjó í Leirfirði en mestu umsvifin eru þó í fiskréttaverksmiðju þar sem verða til vörur tilbúnar fyrir verslanir í Evrópu. Sambærilega matvælaiðju vill Matthías byggja upp á Bíldudal og leggur höfuðáherslu á að þar verði til fullunnar laxaafurðir. Verið sé að tala um 50-60 störf. Í Arnarfirði vill hann framleiða þrjúþúsund tonn af laxi á ári. Spurður hvort þetta verði stóriðja fyrir Vestfirði segir Matthías ljóst að ef hægt sé að ala lax í Arnarfirði sé enginn vafi á því að hægt sé að byggja upp slíkt iðnfyriræki á Bídudal. Matthías vonast til að Arnarlax geti hafið starfsemi í Arnarfirði næsta vor og að tilskilin leyfi fáist fljótlega frá stjórnvöldum. Hann segir fyrirtækið tilbúið að fara í gang með verkefnið ef leyfin verði þannig úr garði gerð að þeir telji þorandi að leggja út í fjárfestinguna með samstarfsaðilum í Danmörku og Þýskalandi.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira