Fótbolti

Marc Crosas á leið til FC Volgu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Miðvallarleikmaðurinn Marc Crosas er á leið frá Celtic í Skotlandi til rússneska liðsins FC Volgu fyrir ekki nema 300 þúsund pund.

Crosas er uppalinn hjá Barcelona og gerði árið 2006 fimm ára samning við félagið. Þá var hann átján ára gamall og virtist framtíðin björt.

Hann spilaði þó lítið hjá aðalliði Barcelona og var lánaður til Lyon í janúar 2008 þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrum leikjum.

Celtic keypti svo Crosas um sumarið fyrir 415 þúsund pund en með þeim ákvæðum að upphæðin myndi hækka eftir því sem Crosas spilaði meira, upp í allt að 1,6 milljón punda.

Crosas byrjaði ágætlega hjá Celtic en fékk sífellt færri tækifæri og var síðast í byrjunarliði hjá félaginu í keppnisleik fyrir ellefu mánuðum síðan.

Hann er nú 23 ára gamall og ætlar nú að freista þess að koma ferli sínum almennilega af stað í Rússlandi. Volga komst upp í rússnesku úrvalsdeildarinnar í nóvember síðastliðnum en tímabilið þar hefst í næsta mánuði. Þess vegna er félagaskiptaglugginn enn opinn í Rússlandi sem gerði Crosas kleift að skipta yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×