Fótbolti

Birkir á leið til Grikklands?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir er hér fyrir miðju á myndinni.
Birkir er hér fyrir miðju á myndinni.
Samkvæmt grískum fjölmiðlum hefur AEK Aþena áhuga á að fá Birkir Bjarnason, leikmann íslenska U-21 landsliðsins í sínar raðir.

Þetta kemur fram á fótbolti.net. Birkir er á mála hjá norska liðinu Viking en fram kom í norskum fjölmiðlum í gær að hann vildi fara frá liðinu og spila í sterkari deild.

Arnar Grétarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og hann mun hafa fylgst vel með Birki þegar hann spilaði með Viking á La Manga á Spáni þar sem mörg norsk lið keppa og æfa nú.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir leikmenn eru orðaðir við AEK en Jón Guðni Fjóluson hafnaði samningstilboði frá félaginu fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×