Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 22:24 Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira