Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, leyfði sér að hvíla lykilleikmenn í leiknum á móti BATE Borisov í Meistaradeildinni í kvöld en það kom ekki að sök því Barcelona vann 4-0 sigur.
Pedro Rodriguez fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Sergi Roberto og Martín Montoya. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Börsunga í kvöld en þar voru ekki margir þekktir leikmenn.
Barcelona skoraði því 20 mörk í 6 leikjum í riðlakeppninni og jafnaði þar með markamet Manchester United frá 1998-99. Barelona vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli og markatala liðsins var 20-4.
Byrjunarlið Barcelona í kvöld:
Markvörður:
José Manuel Pinto
Vörnin:
Martín Montoya, Maxwell, Marc Bartra og Andreu Fontas,
Miðjan:
Thiago Alcántara, Jonathan dos Santos, Sergi Roberto og Rafinha,
Sóknin:
Isaac Cuenca og Pedro Rodriguez,
Barcelona jafnaði markamet Manchester United í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
