„Það er vissulega jákvætt að fá sitt fyrsta stig , en virkilega svekkjandi að ná ekki í þau öll,“ sagði Jón Orri Ólafsson, leikmaður Fram, eftir jafnteflið í Árbænum í kvöld.
„Mér fannst við eiga töluvert hættulegri færi en þeir í leiknum. Við lögðum upp með að keyra vel í bakið á þeim í síðari hálfleiknum og það gerðum við, en við duttum of mikið til baka í lokin og gáfum Fylkismönnum of mikið pláss,“ sagði Jón Orri.
„Þetta hefði svosem getað dottið fyrir bæði lið hér í kvöld en við ætluðum okkur að taka þrjú stig“.
Jón Orri: Ætluðum okkar þrjú stig hér í kvöld
Stefán Árni Pálsson skrifar