Enski boltinn

Ólympíufótboltalið Breta: Sir Bobby Charlton fenginn til að hjálpa til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Bobby Charlton talar hér við Wyane Rooney.
Sir Bobby Charlton talar hér við Wyane Rooney. Mynd/AFP

Sir Bobby Charlton, margfaldur meistari með Manchester United og enska landsliðinu, hefur verið fenginn til þess að hjálpa til við að setja saman fótboltalið Breta á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Hingað til hafa velska, skoska og norður-írska sambandið ekki verið tilbúin að koma að verkefninu og verður því liðið líklega skipað eingöngu enskum leikmönnum.

„Það er mjög áhugavert verkefni að reyna að koma saman bresku liði. Ég veit ekki hvernig þeir munu fara að því en einhver hlýtur að vita eitthvað," sagði Sir Bobby Charlton.

„Lönd eins og wales, Norður-Írland og Skotland hafa öll mikla ástríðu og búast öll við að fá að keppa sjálf á Ólympíuleikunum. Það gæti því orðið erfitt fyrir þau að sætta sig að spila undir merkjum Bretlands," sagði Charlton.

„Ég er samt viss um að þau munu vera með og þetta á örugglega eftir að ganga vel," sagði Bobby Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×