Enski boltinn

Ryan Giggs besti leikmaður Man Utd frá upphafi að mati stuðningsmanna

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United
Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United Nordic Photos/Getty Images
Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United. Goðsagnir á borð við Eric Cantona, George Best og Sir Bobby Charlton náðu ekki að komast upp fyrir Giggs sem hefur leikið með félaginu í tvo áratugi.

Giggs, sem er frá Wales, lék sinn fyrsta leik með Man Utd árið 1991 og á þei tíma hefur Man Utd unnið ensku deildina 11 sinnum, ensku bikarkeppnina 4 sinnum og Giggs hefur tvívegis orðið Evrópumeistari með Man Utd.

Tíu efstu í kjörinu hjá stuðningsmönnum Man Utd.

1) Ryan Giggs

2) Eric Cantona

3) George Best

4) Sir Bobby Charlton

5) Cristiano Ronaldo

6) Paul Scholes

7) David Beckham

8) Roy Keane

9) Peter Schmeichel

10) Wayne Rooney

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×