Fótbolti

Svíar unnu 2-0 sigur á Kýpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíar fagna marki á Kýpur í dag.
Svíar fagna marki á Kýpur í dag. Mynd/AP

Kýpverjar, næstu mótherjar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins, undirbjuggu sig fyrir Íslandsleikinn í næsta mánuði með því að fá Svía í heimsókn í dag. Svíar unnu leikinn 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Tobias Hysén, leikmaður IFK Gautaborg, skoraði fyrra markið á 26. mínútu eftir sendingu frá Martin Olsson, leikmanni Blackburn Rovers.

Marcus Berg, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði seinna markið á 45. mínútu eftir sendingu Pontus Wernbloom, félaga Kolbeins Sigþórssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá AZ Alkmaar.

Ísland og Kýpur mætast á Antonis Papadopoulos leikvangnum í Larnacaá á Kýpur 26. mars næstkomandi, Kýpur hefur fengið eitt stig út úr þremur fyrstu leikjum sínum en íslenska landsliðið er enn án stiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×