Fótbolti

Roberto Carlos kominn til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við rússneska félagið FC Anzhi Makhachkala.

Liðið varð í ellefta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og staðfesti að Carlos hefði samið við liðið í gærkvöldi.

Carlos á langan feril að baki og lék síðast með Corinthians í heimalandinu.

„Ég átti samtal við forseta félagsins og hann var fljótur að sannfæra mig," sagði Caros.

„Ég er að fara nú í sterka deild sem svipar til brasilísku deildarinnar. Ég hef aflað mér upplýsingar um Anzhi á internetinu en vil læra meira og hlakka til að hitta mína nýju liðsfélaga."

Carlos varð fjórum sinnum spænskur meistari með Real Madrid og þrisvar Evrópumeistari en hann var á mála hjá félaginu frá 1996 til 2007.

Hann hefur einnig leikið með Palmeiras, Inter og Fenerbahce á ferlinum og lék á sínum 125 landsleiki og varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×