Enski boltinn

Gerrard vill fá mínútur gegn Úlfunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard í leiknum í gær.
Gerrard í leiknum í gær.
Stuðningsmenn Liverpool glöddust mikið í gær þegar fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í hálft ár. Gerrard kom þá af bekknum í sigri á Brighton.

Gerrard þarf að byggja sig upp í rólegheitunum en hann vonast til þess að fá eitthvað hlutverk gegn Úlfunum um helgina.

"Það var flott að komast slysalaust í gegnum fyrsta prófið og vonandi verð ég valinn í 18 manna hópinn fyrir helgina og fæ aftur einhverjar mínútur," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×