Pistillinn: Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason skrifar 9. apríl 2011 12:45 Hjörvar Hafliðason Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Pistillinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega!
Pistillinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira