Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt 26. nóvember 2011 09:00 Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira