Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt 26. nóvember 2011 09:00 Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira