Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Nani og Sir Alex Ferguson voru léttir á blaðamannafundi. Mynd/Nordicphotos/Getty Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira