Heiðar: Varð að nýta tækifærið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2011 07:00 Heiðar Helguson átti viðburðaríka helgi í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri sinna manna í QPR gegn Stoke. Fyrra mark Heiðars var sérlega glæsilegt – fastur skalli úr vítateignum sem Daninn Thomas Sörensen réð ekkert við. Síðara markið sýndi svo hversu klókur leikmaður Heiðar er en hann skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Joey Barton. Heiðar hefur nú skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er í dag meðal atkvæðamestu framherja þessarar sterkustu deildar heims, eins og fjallað er um hér til hliðar í opnunni. Hann var valinn maður leiksins gegn Stoke og uppskar mikið hrós bæði knattspyrnustjórans Neils Warnock og fjölmiðla ytra. Höfum verið þéttir„Ég er auðvitað mjög sáttur við þetta, bæði mörkin og stigin þrjú. Öll stig í ensku úrvalsdeildinni eru vel þegin, sérstaklega á útivelli," sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Eftir nokkuð rólega byrjun hafa nýliðar QPR allir verið að koma til og segir Heiðar að 6-0 tapið fyrir Fulham í byrjun október hafi verið vendipunkturinn. „Við höfum verið inni í öllum leikjum síðan þá og verið almennt þéttari fyrir. Þetta er allt að koma hjá okkur." Heiðar fékk tækifæri í byrjunarliði QPR gegn Blackburn 15. október síðastliðinn. Hann þakkaði traustið með því að skora strax á sextándu mínútu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Síðan þá hefur Heiðar spilað hverja einustu mínútu og skorað fimm mörk. Hann er langmarkahæsti leikmaður QPR. Erfitt að vera fyrir utan hópinn„Hann [Neil Warnock, knattspyrnustjóri] ákvað að gefa mér tækifærið og ég varð auðvitað að nýta það. Maður fær ekki marga sénsa í þessari deild og mér hefur gengið mjög vel síðan þá," segir Heiðar en viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þau fáu tækifæri sem hann fékk fram að því. „Sérstaklega var erfitt að sætta sig við að vera ekki í hópnum. Ég kom með vissar væntingar inn í þetta keppnistímabil og þó svo að ég hafi ekki átt von á að spila allar mínúturnar þá fór um mig þegar ég komst ekki einu sinni á bekkinn. Þá var ég aðeins farinn að örvænta og jafnvel að velta fyrir mér að finna mér nýtt lið. En svo breytast hlutirnir á augabragði og það var það sem gerðist hjá mér. Maður skyldi ætla að 34 ára gamall maður ætti að vita svona lagað en ég er eins og allir aðrir – ég vil spila eins mikið og ég get." Heiðar segir að Warnock hafi gert sér grein fyrir því í sumar að hann yrði ekki hans fyrsti kostur í byrjunarliðið. QPR keypti DJ Campbell sem átti að vera byrjunarliðsmaður í sókn liðsins ásamt Jay Bothroyd. „En síðast meiddist DJ sem hefur líka verið að glíma við veikindi allt tímabilið. Ég fékk því tækifærið og á vonandi eftir að spila eitthvað áfram. Ég yrði alla vega frekar ósáttur ef hann færi að henda mér úr liðinu núna," sagði hann í léttum dúr. Með golfkúlu í andlitinuSnemma leiksins á laugardaginn fékk Heiðar ljótt sár í andlitið þegar að hann lenti í samstuði við Robert Huth, leikmann Stoke. Heiðar fékk hné Þjóðverjans sterka í andlitið og bólgnaði mikið undir hægri auganu. Heiðar hélt engu að síður áfram, skoraði tvö og var valinn maður leiksins. Uppskar hann mikið hrós fyrir frá Warnock. „Hann var með golfkúlu í andlitinu en lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram. Hann var frábær á báðum endum vallarins í dag," sagði Warnock. „Ég held að það hafi verið rétt lýsing hjá honum," sagði Heiðar sem virtist kvalinn þegar hann fagnaði fyrra marki sínu í leiknum. „Ég rak mig í einn félaga sem fagnaði með mér og það var ansi vont. Bólgan var orðin ansi myndarleg en það var svo sem enginn óviðráðanlegur verkur sem fylgdi henni. Sem betur fer lokaðist augað ekki og þetta lítur ansi skrautlega út í dag. Þetta lagast á nokkrum dögum." Viljum ná 40 stigumQPR er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig og því í ágætum málum. Heiðar segir að markmið liðsins séu skýr. „Fyrst og fremst að fá þessi 40 stig eða svo sem þarf til að tryggja sætið í deildinni. Við horfum ekkert lengra í bili." Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Heiðar Helguson átti viðburðaríka helgi í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri sinna manna í QPR gegn Stoke. Fyrra mark Heiðars var sérlega glæsilegt – fastur skalli úr vítateignum sem Daninn Thomas Sörensen réð ekkert við. Síðara markið sýndi svo hversu klókur leikmaður Heiðar er en hann skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Joey Barton. Heiðar hefur nú skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er í dag meðal atkvæðamestu framherja þessarar sterkustu deildar heims, eins og fjallað er um hér til hliðar í opnunni. Hann var valinn maður leiksins gegn Stoke og uppskar mikið hrós bæði knattspyrnustjórans Neils Warnock og fjölmiðla ytra. Höfum verið þéttir„Ég er auðvitað mjög sáttur við þetta, bæði mörkin og stigin þrjú. Öll stig í ensku úrvalsdeildinni eru vel þegin, sérstaklega á útivelli," sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Eftir nokkuð rólega byrjun hafa nýliðar QPR allir verið að koma til og segir Heiðar að 6-0 tapið fyrir Fulham í byrjun október hafi verið vendipunkturinn. „Við höfum verið inni í öllum leikjum síðan þá og verið almennt þéttari fyrir. Þetta er allt að koma hjá okkur." Heiðar fékk tækifæri í byrjunarliði QPR gegn Blackburn 15. október síðastliðinn. Hann þakkaði traustið með því að skora strax á sextándu mínútu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Síðan þá hefur Heiðar spilað hverja einustu mínútu og skorað fimm mörk. Hann er langmarkahæsti leikmaður QPR. Erfitt að vera fyrir utan hópinn„Hann [Neil Warnock, knattspyrnustjóri] ákvað að gefa mér tækifærið og ég varð auðvitað að nýta það. Maður fær ekki marga sénsa í þessari deild og mér hefur gengið mjög vel síðan þá," segir Heiðar en viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þau fáu tækifæri sem hann fékk fram að því. „Sérstaklega var erfitt að sætta sig við að vera ekki í hópnum. Ég kom með vissar væntingar inn í þetta keppnistímabil og þó svo að ég hafi ekki átt von á að spila allar mínúturnar þá fór um mig þegar ég komst ekki einu sinni á bekkinn. Þá var ég aðeins farinn að örvænta og jafnvel að velta fyrir mér að finna mér nýtt lið. En svo breytast hlutirnir á augabragði og það var það sem gerðist hjá mér. Maður skyldi ætla að 34 ára gamall maður ætti að vita svona lagað en ég er eins og allir aðrir – ég vil spila eins mikið og ég get." Heiðar segir að Warnock hafi gert sér grein fyrir því í sumar að hann yrði ekki hans fyrsti kostur í byrjunarliðið. QPR keypti DJ Campbell sem átti að vera byrjunarliðsmaður í sókn liðsins ásamt Jay Bothroyd. „En síðast meiddist DJ sem hefur líka verið að glíma við veikindi allt tímabilið. Ég fékk því tækifærið og á vonandi eftir að spila eitthvað áfram. Ég yrði alla vega frekar ósáttur ef hann færi að henda mér úr liðinu núna," sagði hann í léttum dúr. Með golfkúlu í andlitinuSnemma leiksins á laugardaginn fékk Heiðar ljótt sár í andlitið þegar að hann lenti í samstuði við Robert Huth, leikmann Stoke. Heiðar fékk hné Þjóðverjans sterka í andlitið og bólgnaði mikið undir hægri auganu. Heiðar hélt engu að síður áfram, skoraði tvö og var valinn maður leiksins. Uppskar hann mikið hrós fyrir frá Warnock. „Hann var með golfkúlu í andlitinu en lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram. Hann var frábær á báðum endum vallarins í dag," sagði Warnock. „Ég held að það hafi verið rétt lýsing hjá honum," sagði Heiðar sem virtist kvalinn þegar hann fagnaði fyrra marki sínu í leiknum. „Ég rak mig í einn félaga sem fagnaði með mér og það var ansi vont. Bólgan var orðin ansi myndarleg en það var svo sem enginn óviðráðanlegur verkur sem fylgdi henni. Sem betur fer lokaðist augað ekki og þetta lítur ansi skrautlega út í dag. Þetta lagast á nokkrum dögum." Viljum ná 40 stigumQPR er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig og því í ágætum málum. Heiðar segir að markmið liðsins séu skýr. „Fyrst og fremst að fá þessi 40 stig eða svo sem þarf til að tryggja sætið í deildinni. Við horfum ekkert lengra í bili."
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira