Heiðar: Varð að nýta tækifærið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2011 07:00 Heiðar Helguson átti viðburðaríka helgi í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri sinna manna í QPR gegn Stoke. Fyrra mark Heiðars var sérlega glæsilegt – fastur skalli úr vítateignum sem Daninn Thomas Sörensen réð ekkert við. Síðara markið sýndi svo hversu klókur leikmaður Heiðar er en hann skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Joey Barton. Heiðar hefur nú skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er í dag meðal atkvæðamestu framherja þessarar sterkustu deildar heims, eins og fjallað er um hér til hliðar í opnunni. Hann var valinn maður leiksins gegn Stoke og uppskar mikið hrós bæði knattspyrnustjórans Neils Warnock og fjölmiðla ytra. Höfum verið þéttir„Ég er auðvitað mjög sáttur við þetta, bæði mörkin og stigin þrjú. Öll stig í ensku úrvalsdeildinni eru vel þegin, sérstaklega á útivelli," sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Eftir nokkuð rólega byrjun hafa nýliðar QPR allir verið að koma til og segir Heiðar að 6-0 tapið fyrir Fulham í byrjun október hafi verið vendipunkturinn. „Við höfum verið inni í öllum leikjum síðan þá og verið almennt þéttari fyrir. Þetta er allt að koma hjá okkur." Heiðar fékk tækifæri í byrjunarliði QPR gegn Blackburn 15. október síðastliðinn. Hann þakkaði traustið með því að skora strax á sextándu mínútu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Síðan þá hefur Heiðar spilað hverja einustu mínútu og skorað fimm mörk. Hann er langmarkahæsti leikmaður QPR. Erfitt að vera fyrir utan hópinn„Hann [Neil Warnock, knattspyrnustjóri] ákvað að gefa mér tækifærið og ég varð auðvitað að nýta það. Maður fær ekki marga sénsa í þessari deild og mér hefur gengið mjög vel síðan þá," segir Heiðar en viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þau fáu tækifæri sem hann fékk fram að því. „Sérstaklega var erfitt að sætta sig við að vera ekki í hópnum. Ég kom með vissar væntingar inn í þetta keppnistímabil og þó svo að ég hafi ekki átt von á að spila allar mínúturnar þá fór um mig þegar ég komst ekki einu sinni á bekkinn. Þá var ég aðeins farinn að örvænta og jafnvel að velta fyrir mér að finna mér nýtt lið. En svo breytast hlutirnir á augabragði og það var það sem gerðist hjá mér. Maður skyldi ætla að 34 ára gamall maður ætti að vita svona lagað en ég er eins og allir aðrir – ég vil spila eins mikið og ég get." Heiðar segir að Warnock hafi gert sér grein fyrir því í sumar að hann yrði ekki hans fyrsti kostur í byrjunarliðið. QPR keypti DJ Campbell sem átti að vera byrjunarliðsmaður í sókn liðsins ásamt Jay Bothroyd. „En síðast meiddist DJ sem hefur líka verið að glíma við veikindi allt tímabilið. Ég fékk því tækifærið og á vonandi eftir að spila eitthvað áfram. Ég yrði alla vega frekar ósáttur ef hann færi að henda mér úr liðinu núna," sagði hann í léttum dúr. Með golfkúlu í andlitinuSnemma leiksins á laugardaginn fékk Heiðar ljótt sár í andlitið þegar að hann lenti í samstuði við Robert Huth, leikmann Stoke. Heiðar fékk hné Þjóðverjans sterka í andlitið og bólgnaði mikið undir hægri auganu. Heiðar hélt engu að síður áfram, skoraði tvö og var valinn maður leiksins. Uppskar hann mikið hrós fyrir frá Warnock. „Hann var með golfkúlu í andlitinu en lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram. Hann var frábær á báðum endum vallarins í dag," sagði Warnock. „Ég held að það hafi verið rétt lýsing hjá honum," sagði Heiðar sem virtist kvalinn þegar hann fagnaði fyrra marki sínu í leiknum. „Ég rak mig í einn félaga sem fagnaði með mér og það var ansi vont. Bólgan var orðin ansi myndarleg en það var svo sem enginn óviðráðanlegur verkur sem fylgdi henni. Sem betur fer lokaðist augað ekki og þetta lítur ansi skrautlega út í dag. Þetta lagast á nokkrum dögum." Viljum ná 40 stigumQPR er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig og því í ágætum málum. Heiðar segir að markmið liðsins séu skýr. „Fyrst og fremst að fá þessi 40 stig eða svo sem þarf til að tryggja sætið í deildinni. Við horfum ekkert lengra í bili." Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Heiðar Helguson átti viðburðaríka helgi í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri sinna manna í QPR gegn Stoke. Fyrra mark Heiðars var sérlega glæsilegt – fastur skalli úr vítateignum sem Daninn Thomas Sörensen réð ekkert við. Síðara markið sýndi svo hversu klókur leikmaður Heiðar er en hann skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Joey Barton. Heiðar hefur nú skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er í dag meðal atkvæðamestu framherja þessarar sterkustu deildar heims, eins og fjallað er um hér til hliðar í opnunni. Hann var valinn maður leiksins gegn Stoke og uppskar mikið hrós bæði knattspyrnustjórans Neils Warnock og fjölmiðla ytra. Höfum verið þéttir„Ég er auðvitað mjög sáttur við þetta, bæði mörkin og stigin þrjú. Öll stig í ensku úrvalsdeildinni eru vel þegin, sérstaklega á útivelli," sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. Eftir nokkuð rólega byrjun hafa nýliðar QPR allir verið að koma til og segir Heiðar að 6-0 tapið fyrir Fulham í byrjun október hafi verið vendipunkturinn. „Við höfum verið inni í öllum leikjum síðan þá og verið almennt þéttari fyrir. Þetta er allt að koma hjá okkur." Heiðar fékk tækifæri í byrjunarliði QPR gegn Blackburn 15. október síðastliðinn. Hann þakkaði traustið með því að skora strax á sextándu mínútu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Síðan þá hefur Heiðar spilað hverja einustu mínútu og skorað fimm mörk. Hann er langmarkahæsti leikmaður QPR. Erfitt að vera fyrir utan hópinn„Hann [Neil Warnock, knattspyrnustjóri] ákvað að gefa mér tækifærið og ég varð auðvitað að nýta það. Maður fær ekki marga sénsa í þessari deild og mér hefur gengið mjög vel síðan þá," segir Heiðar en viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þau fáu tækifæri sem hann fékk fram að því. „Sérstaklega var erfitt að sætta sig við að vera ekki í hópnum. Ég kom með vissar væntingar inn í þetta keppnistímabil og þó svo að ég hafi ekki átt von á að spila allar mínúturnar þá fór um mig þegar ég komst ekki einu sinni á bekkinn. Þá var ég aðeins farinn að örvænta og jafnvel að velta fyrir mér að finna mér nýtt lið. En svo breytast hlutirnir á augabragði og það var það sem gerðist hjá mér. Maður skyldi ætla að 34 ára gamall maður ætti að vita svona lagað en ég er eins og allir aðrir – ég vil spila eins mikið og ég get." Heiðar segir að Warnock hafi gert sér grein fyrir því í sumar að hann yrði ekki hans fyrsti kostur í byrjunarliðið. QPR keypti DJ Campbell sem átti að vera byrjunarliðsmaður í sókn liðsins ásamt Jay Bothroyd. „En síðast meiddist DJ sem hefur líka verið að glíma við veikindi allt tímabilið. Ég fékk því tækifærið og á vonandi eftir að spila eitthvað áfram. Ég yrði alla vega frekar ósáttur ef hann færi að henda mér úr liðinu núna," sagði hann í léttum dúr. Með golfkúlu í andlitinuSnemma leiksins á laugardaginn fékk Heiðar ljótt sár í andlitið þegar að hann lenti í samstuði við Robert Huth, leikmann Stoke. Heiðar fékk hné Þjóðverjans sterka í andlitið og bólgnaði mikið undir hægri auganu. Heiðar hélt engu að síður áfram, skoraði tvö og var valinn maður leiksins. Uppskar hann mikið hrós fyrir frá Warnock. „Hann var með golfkúlu í andlitinu en lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram. Hann var frábær á báðum endum vallarins í dag," sagði Warnock. „Ég held að það hafi verið rétt lýsing hjá honum," sagði Heiðar sem virtist kvalinn þegar hann fagnaði fyrra marki sínu í leiknum. „Ég rak mig í einn félaga sem fagnaði með mér og það var ansi vont. Bólgan var orðin ansi myndarleg en það var svo sem enginn óviðráðanlegur verkur sem fylgdi henni. Sem betur fer lokaðist augað ekki og þetta lítur ansi skrautlega út í dag. Þetta lagast á nokkrum dögum." Viljum ná 40 stigumQPR er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig og því í ágætum málum. Heiðar segir að markmið liðsins séu skýr. „Fyrst og fremst að fá þessi 40 stig eða svo sem þarf til að tryggja sætið í deildinni. Við horfum ekkert lengra í bili."
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn