Kemur umboðsmaðurinn til bjargar? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2011 07:00 Pascal Chimbonda og El-Hadji Diouf fóru báðir til Doncaster til að auglýsa sig og freista þess að komast aftur að hjá stórum klúbbi.nordicphotos/getty Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knattspyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rannsóknarnefnd enska knattspyrnusambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna. Í dag er hann enn starfandi sem umboðsmaður en nú einbeitir sér hann fyrst og fremst að því að styrkja eitt lið – B-deildarliðið Doncaster Rovers. Félagið réði hann beinlínis til starfa (reyndar fyrir bara 100 pund á viku, rúmar átján þúsund krónur) til að finna félaginu leikmenn sem gætu styrkt liðið. Allir eiga að hagnastAðferðafræðin er í raun einföld. Þeir leikmenn sem McKay vill fá til Doncaster eru ekki lengur í náðinni hjá sínum félögum, sem eru því viljug að lána þá til liða eins og Doncaster. Stóru félögin taka þátt í launakostnaði leikmannanna, sem fá að spila á ný og sýna sig fyrir öðrum og betri liðum. Þannig fær Doncaster leikmenn sem það hefði annars aldrei átt möguleika að kaupa. McKay kom fyrst með Senegalann El-Hadji Diouf, sem var reyndar samningslaus í sumar. Hann gerði þriggja mánaða samning og skoraði til að mynda tvö mörk í óvæntum 3-2 sigri liðsins á Ipswich í síðustu umferð. Meðal annarra leikmanna sem McKay hefur fært Doncaster eru bakvörðurinn Pascal Chimbonda (sem gerði skammtímasamning) og Herita Ilunga, sem er á mála hjá West Ham. Samkvæmt lánsfyrirkomulaginu greiðir Doncaster varnarmanninum Ilunga tvö þúsund pund (372 þúsund kr.) í vikulaun en West Ham sér um afganginn. Doncaster greiðir lánsmönnum aldrei meira en tvö þúsund pund í vikulaun. Hvort fleiri koma verður tíminn að leiða í ljós en sögusagnir eru á kreiki um að einn þeirra leikmanna sem McKay hefur augastað á er Mahamadou Diarra hjá Real Madrid. Sjálfur sagði McKay í viðtali við fréttavef BBC í gær að félagið ætti lítinn möguleika á að bjarga sér frá falli. „Önnur félög hafa ekki sýnt neinum leikmanni áhuga, nema Billy Sharp [sóknarmanni],“ sagði hann til að undirstrika hvað félagið væri illa statt hvað úrval leikmanna varðaði. „Við þurfum því að gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað nýtt. Það ber að hafa í huga að launakostnaður Peterborough er 3,5 milljónir punda. Launakostnaður Doncaster er 8,5 milljónir en samt eru þeir fyrir ofan okkur í töflunni,“ sagði McKay. Löglegt en siðlaust?Það er ekkert ólöglegt við starfsemi McKay og Doncaster. Það hefur enska knattspyrnusambandið staðfest. Mörgum finnst hins vegar ósanngjarnt að lánskerfið sé notað á þennan máta. Að stór knattspyrnufélög geti lánað minni liðum leikmenn sem styrkja þau að verulegu leyti, og svo þarf félagið sem fær leikmanninn að láni ekki að greiða nema brot af launum leikmannsins. Til að mynda var bent á dæmi Craigs Bellamy sem var lánaður frá Manchester City til Cardiff City á síðasta tímabili. Bellamy var á himinháum launum hjá Manchester City, sem sá þó áfram um að greiða stærstan hluta launanna. Sum félög eru sögð áhugasöm um þetta fyrirkomulag en forráðamenn annarra félaga hafa sínar efasmdir. Eins og Colin Sexstone, stjórnarformaður Bristol City sem leikur í sömu deild. „Ég held að þetta muni ekki gagnast þeim. Þeir eru í raun að fá málaliða til skamms tíma sem eru aðeins að nota félagið fyrir sína eigin hagsmuni,“ sagði hann. Doncaster er sem fyrr segir í neðsta sæti ensku B-deildarinnar en fróðlegt verður að fylgjast með gengi liðsins næstu vikur og mánuði.eirikur@frettabladid.is Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knattspyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rannsóknarnefnd enska knattspyrnusambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna. Í dag er hann enn starfandi sem umboðsmaður en nú einbeitir sér hann fyrst og fremst að því að styrkja eitt lið – B-deildarliðið Doncaster Rovers. Félagið réði hann beinlínis til starfa (reyndar fyrir bara 100 pund á viku, rúmar átján þúsund krónur) til að finna félaginu leikmenn sem gætu styrkt liðið. Allir eiga að hagnastAðferðafræðin er í raun einföld. Þeir leikmenn sem McKay vill fá til Doncaster eru ekki lengur í náðinni hjá sínum félögum, sem eru því viljug að lána þá til liða eins og Doncaster. Stóru félögin taka þátt í launakostnaði leikmannanna, sem fá að spila á ný og sýna sig fyrir öðrum og betri liðum. Þannig fær Doncaster leikmenn sem það hefði annars aldrei átt möguleika að kaupa. McKay kom fyrst með Senegalann El-Hadji Diouf, sem var reyndar samningslaus í sumar. Hann gerði þriggja mánaða samning og skoraði til að mynda tvö mörk í óvæntum 3-2 sigri liðsins á Ipswich í síðustu umferð. Meðal annarra leikmanna sem McKay hefur fært Doncaster eru bakvörðurinn Pascal Chimbonda (sem gerði skammtímasamning) og Herita Ilunga, sem er á mála hjá West Ham. Samkvæmt lánsfyrirkomulaginu greiðir Doncaster varnarmanninum Ilunga tvö þúsund pund (372 þúsund kr.) í vikulaun en West Ham sér um afganginn. Doncaster greiðir lánsmönnum aldrei meira en tvö þúsund pund í vikulaun. Hvort fleiri koma verður tíminn að leiða í ljós en sögusagnir eru á kreiki um að einn þeirra leikmanna sem McKay hefur augastað á er Mahamadou Diarra hjá Real Madrid. Sjálfur sagði McKay í viðtali við fréttavef BBC í gær að félagið ætti lítinn möguleika á að bjarga sér frá falli. „Önnur félög hafa ekki sýnt neinum leikmanni áhuga, nema Billy Sharp [sóknarmanni],“ sagði hann til að undirstrika hvað félagið væri illa statt hvað úrval leikmanna varðaði. „Við þurfum því að gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað nýtt. Það ber að hafa í huga að launakostnaður Peterborough er 3,5 milljónir punda. Launakostnaður Doncaster er 8,5 milljónir en samt eru þeir fyrir ofan okkur í töflunni,“ sagði McKay. Löglegt en siðlaust?Það er ekkert ólöglegt við starfsemi McKay og Doncaster. Það hefur enska knattspyrnusambandið staðfest. Mörgum finnst hins vegar ósanngjarnt að lánskerfið sé notað á þennan máta. Að stór knattspyrnufélög geti lánað minni liðum leikmenn sem styrkja þau að verulegu leyti, og svo þarf félagið sem fær leikmanninn að láni ekki að greiða nema brot af launum leikmannsins. Til að mynda var bent á dæmi Craigs Bellamy sem var lánaður frá Manchester City til Cardiff City á síðasta tímabili. Bellamy var á himinháum launum hjá Manchester City, sem sá þó áfram um að greiða stærstan hluta launanna. Sum félög eru sögð áhugasöm um þetta fyrirkomulag en forráðamenn annarra félaga hafa sínar efasmdir. Eins og Colin Sexstone, stjórnarformaður Bristol City sem leikur í sömu deild. „Ég held að þetta muni ekki gagnast þeim. Þeir eru í raun að fá málaliða til skamms tíma sem eru aðeins að nota félagið fyrir sína eigin hagsmuni,“ sagði hann. Doncaster er sem fyrr segir í neðsta sæti ensku B-deildarinnar en fróðlegt verður að fylgjast með gengi liðsins næstu vikur og mánuði.eirikur@frettabladid.is
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira