Kjartan Henry: Sá að ég hef roð við þessum gæjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2011 08:00 Kjartan Henry Finnbogason. Mynd/Valli Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar. „Upphaflega átti ég bara að vera í þrjá daga hjá Brighton en þeim leist það vel á mig að það endaði í heilli viku,“ segir Kjartan sem hitti svo knattspyrnustjórann Gus Poyet að máli áður en hann kvaddi félagið og fékk jákvæð skilboð. „Hann sagði að þeir hefðu ekki séð neitt neikvætt við mig, að ég væri góður framherji og áhugaverður kostur. Þeir myndu svo bara vera í sambandi enda verður ekki opnað fyrir félagaskipti fyrr en í janúar.“ Brighton er nýliði í ensku B-deildinni og byrjaði af miklum krafti. En lítið hefur gengið að undanförnu og liðið ekki unnið í síðustu níu leikjum sínum. „Hann hefur því nóg á sinni könnu annað en mig. En á meðan þeir eru ekki að skora mörk þá tel ég að ég geti hjálpað þeim,“ segir Kjartan sem telur að það væri mjög spennandi kostur fyrir sig að spila í ensku B-deildinni. „Þetta er ein af 6-7 sterkustu deildum Evrópu og það væri frábært að komast að í henni. Ég sá að ég hef roð við þessum gæjum. Ég hef alltaf sagt að ef mér myndi bjóðast einhver spennandi kostur þá myndi ég skoða það.“ Kjartan Henry segir hins vegar ólíklegt að hann muni enda hjá Nordsjælland í Danmörku en forráðamönnum þess liðs leist vel á hann. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekkert rosalega hrifinn af þeim. Ég fór frekar til að kíkja á þá en öfugt og er niðurstaðan sú að mér finnst KR meira spennandi en Nordsjælland.“ Kjartan þekkir atvinnumennskuna vel enda leikið í Skotlandi, Noregi og Svíþjóð. „Ég mun ekki fara út bara til að fara út. Ég mun þó skoða þá möguleika sem bjóðast en nú þegar ég er kominn með fjölskyldu þarf að vera góður kostur fyrir okkur öll. Ég er einnig samningsbundinn KR og því þarf ýmislegt að smella saman.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar. „Upphaflega átti ég bara að vera í þrjá daga hjá Brighton en þeim leist það vel á mig að það endaði í heilli viku,“ segir Kjartan sem hitti svo knattspyrnustjórann Gus Poyet að máli áður en hann kvaddi félagið og fékk jákvæð skilboð. „Hann sagði að þeir hefðu ekki séð neitt neikvætt við mig, að ég væri góður framherji og áhugaverður kostur. Þeir myndu svo bara vera í sambandi enda verður ekki opnað fyrir félagaskipti fyrr en í janúar.“ Brighton er nýliði í ensku B-deildinni og byrjaði af miklum krafti. En lítið hefur gengið að undanförnu og liðið ekki unnið í síðustu níu leikjum sínum. „Hann hefur því nóg á sinni könnu annað en mig. En á meðan þeir eru ekki að skora mörk þá tel ég að ég geti hjálpað þeim,“ segir Kjartan sem telur að það væri mjög spennandi kostur fyrir sig að spila í ensku B-deildinni. „Þetta er ein af 6-7 sterkustu deildum Evrópu og það væri frábært að komast að í henni. Ég sá að ég hef roð við þessum gæjum. Ég hef alltaf sagt að ef mér myndi bjóðast einhver spennandi kostur þá myndi ég skoða það.“ Kjartan Henry segir hins vegar ólíklegt að hann muni enda hjá Nordsjælland í Danmörku en forráðamönnum þess liðs leist vel á hann. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekkert rosalega hrifinn af þeim. Ég fór frekar til að kíkja á þá en öfugt og er niðurstaðan sú að mér finnst KR meira spennandi en Nordsjælland.“ Kjartan þekkir atvinnumennskuna vel enda leikið í Skotlandi, Noregi og Svíþjóð. „Ég mun ekki fara út bara til að fara út. Ég mun þó skoða þá möguleika sem bjóðast en nú þegar ég er kominn með fjölskyldu þarf að vera góður kostur fyrir okkur öll. Ég er einnig samningsbundinn KR og því þarf ýmislegt að smella saman.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira