Stærsta tap í sögu Grindavíkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 09:45 Formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur verðmetur sigurinn á ÍBV á 40 milljónir. Mynd/Óskar Grindvíkingar björguðu sér naumlega frá falli í Pepsi-deildinni í sumar. Pepsi-deildarsætið var þó dýru verði keypt því deildin skilaði af sér 21 milljónar króna tapi á árinu. Það er langmesta tap sem orðið hefur á deildinni frá upphafi og þessi staða setur Grindvíkinga í talsverða klípu og gerir það að verkum að ekki verður hægt að semja við Guðjón Þórðarson á næstunni. „Við erum slakir í vinnu þar sem við þurfum að taka á okkar vanda. Við þurfum að klára þá vinnu og setja upp næsta fjárhagsár áður en við getum byrjað að ræða við Guðjón," segir nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Jónas Þórhallsson, en hann tekur við erfiðu búi af Þorsteini Gunnarssyni sem látið hefur af störfum fyrir félagið. „Tapið er mikið en á móti kemur að við eigum útistandandi kröfur fyrir tæplega helmingnum af þessu tapi. Reksturinn átti engu að síður að ganga saman í sumar en gerði það ekki. Þetta er í fyrsta skipti síðan hrunið varð að við finnum fyrir þrengingunum af einhverju viti. Þetta er okkar versta útkoma frá upphafi. Við höfum aldrei séð þetta svona svart." Jónas segir að margt geri það að verkum að knattspyrnudeildin sé í þetta slæmum málum, þar á meðal hár leikmannakostnaður. „Svo sóttum við menn erlendis frá í júlí en það var neyðarúrræði af okkar hálfu." Grindvíkingar eru að ráðast í ýmsar aðgerðir til þess að rétta reksturinn við. Liður í því er að endursemja við leikmenn og ganga frá starfslokum við leikmenn eins og Michal Pospisil en hann er samningsbundinn Grindavík út næsta sumar. Þeir sem sáu hann spila vita að hann er nýtist Grindvíkingum ekki næsta sumar. „Það myndi létta mikið að losna við hann og svo erum við að semja upp á nýtt við Jamie McCunnie. Það munar um þá." Guðjón þarf að bíða rólegurGuðjón Þórðarson.Mynd/AntonStefna Grindvíkinga var að hefja viðræður við Guðjón Þórðarson um mánaðamótin en Grindavíkurliðið er þjálfaralaust. Jónas hefur nú hringt í Guðjón og beðið hann um að bíða rólegan. „Það yrði ábyrgðarleysi af okkar hálfu að taka ekki til hjá okkur áður en við byrjum að ræða við Guðjón. Hann tók því mjög vel og var skilningsríkur. Það er gott samband á milli okkar og skilningur á stöðunni sem nú blasir við," segir Jónas en hvað ætla Grindvíkingar að gera til þess að koma sér úr þessum vandræðum? „Þetta er skafl sem þarf að moka. Við þurfum að fara yfir stöðuna með okkar baklandi og leita ráða. Það er mikið af góðu fólki sem styður okkur en við erum í verri stöðu en við höfum áður verið í." Grindvíkingar lögðu mikið undir til þess að halda sæti sínu í deildinni og fóru snemma til Eyja í lokaleikinn. Jónas segir að sú ferð hafi kostað deildina eina milljón króna en það hafi verið þess virði því félagið hefði orðið af miklum tekjum ef það hefði fallið í 1. deild. „Það má verðleggja það sæti á 40 milljónir króna þannig að það var ferð til fjár hjá okkur," segir Jónas Þórhallsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Grindvíkingar björguðu sér naumlega frá falli í Pepsi-deildinni í sumar. Pepsi-deildarsætið var þó dýru verði keypt því deildin skilaði af sér 21 milljónar króna tapi á árinu. Það er langmesta tap sem orðið hefur á deildinni frá upphafi og þessi staða setur Grindvíkinga í talsverða klípu og gerir það að verkum að ekki verður hægt að semja við Guðjón Þórðarson á næstunni. „Við erum slakir í vinnu þar sem við þurfum að taka á okkar vanda. Við þurfum að klára þá vinnu og setja upp næsta fjárhagsár áður en við getum byrjað að ræða við Guðjón," segir nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Jónas Þórhallsson, en hann tekur við erfiðu búi af Þorsteini Gunnarssyni sem látið hefur af störfum fyrir félagið. „Tapið er mikið en á móti kemur að við eigum útistandandi kröfur fyrir tæplega helmingnum af þessu tapi. Reksturinn átti engu að síður að ganga saman í sumar en gerði það ekki. Þetta er í fyrsta skipti síðan hrunið varð að við finnum fyrir þrengingunum af einhverju viti. Þetta er okkar versta útkoma frá upphafi. Við höfum aldrei séð þetta svona svart." Jónas segir að margt geri það að verkum að knattspyrnudeildin sé í þetta slæmum málum, þar á meðal hár leikmannakostnaður. „Svo sóttum við menn erlendis frá í júlí en það var neyðarúrræði af okkar hálfu." Grindvíkingar eru að ráðast í ýmsar aðgerðir til þess að rétta reksturinn við. Liður í því er að endursemja við leikmenn og ganga frá starfslokum við leikmenn eins og Michal Pospisil en hann er samningsbundinn Grindavík út næsta sumar. Þeir sem sáu hann spila vita að hann er nýtist Grindvíkingum ekki næsta sumar. „Það myndi létta mikið að losna við hann og svo erum við að semja upp á nýtt við Jamie McCunnie. Það munar um þá." Guðjón þarf að bíða rólegurGuðjón Þórðarson.Mynd/AntonStefna Grindvíkinga var að hefja viðræður við Guðjón Þórðarson um mánaðamótin en Grindavíkurliðið er þjálfaralaust. Jónas hefur nú hringt í Guðjón og beðið hann um að bíða rólegan. „Það yrði ábyrgðarleysi af okkar hálfu að taka ekki til hjá okkur áður en við byrjum að ræða við Guðjón. Hann tók því mjög vel og var skilningsríkur. Það er gott samband á milli okkar og skilningur á stöðunni sem nú blasir við," segir Jónas en hvað ætla Grindvíkingar að gera til þess að koma sér úr þessum vandræðum? „Þetta er skafl sem þarf að moka. Við þurfum að fara yfir stöðuna með okkar baklandi og leita ráða. Það er mikið af góðu fólki sem styður okkur en við erum í verri stöðu en við höfum áður verið í." Grindvíkingar lögðu mikið undir til þess að halda sæti sínu í deildinni og fóru snemma til Eyja í lokaleikinn. Jónas segir að sú ferð hafi kostað deildina eina milljón króna en það hafi verið þess virði því félagið hefði orðið af miklum tekjum ef það hefði fallið í 1. deild. „Það má verðleggja það sæti á 40 milljónir króna þannig að það var ferð til fjár hjá okkur," segir Jónas Þórhallsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira