Sigurður Ragnar: Besta ár landsliðsins frá upphafi 27. október 2011 06:00 Stelpurnar okkar lentu ekki í neinum vandræðum með Norður-Íra í Belfast í gær.fréttablaðið/daníel „Þetta var frekar öruggt. Við spiluðum frábæran leik fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins. Spiluðum vel, sköpuðum fullt af færum og allt eins og það á að vera,“ sagði hamingjusamur þjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir 0-2 sigur á Norður-Írum í Belfast í gær. Stelpurnar okkar ljúka því góðu ári með sigri og eru á toppi síns riðils í undankeppni EM. Þó svo að íslenska liðið hafi ráðið lögum og lofum á vellinum í gær tók það 39 mínútur að brjóta heimamenn niður. „Þær eru virkilega baráttuglaðar og múruðu upp fyrir utan markið hjá sér. Það er erfitt að brjóta slíkt lið niður. Færin komu samt og mörkin voru fín. Það skiluðu allar sínu í þessum leik og það er ekki oft þannig að allir leikmenn eru góðir. Ég tók engan leikmann af velli af því að hann var slakur. Eingöngu til að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurður sem hefði viljað fá fleiri mörk. „Sigurinn var síst of stór miðað við færin sem við fengum í leiknum. Ég var samt ánægður að fá mark úr föstu leikatriði því við höfum saknað Eddu svolítið þar. Þetta var virkilega góður sigur og Þóra þurfti aðeins að verja einu sinni í leiknum. Það segir sína sögu um ógnina frá þeim. Við áttum allan leikinn og þetta var aldrei í neinni hættu. Það var samt gott að fá mörkin fyrir hlé og það létti á okkur. Eftir það fórum við að spila enn betur.“ Sigurður Ragnar segir þetta vera viðeigandi endi á ári sem sé einstakt í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. „Það er frábært að toppa með þessum sigri. Við erum búnar að vinna fjórar þjóðir á þessu ári sem eru hærra skrifaðar en við og eina tapið er gegn besta liði heims. Við erum í fínni stöðu í riðlinum og þetta er líklega besta ár kvennalandsliðsins frá upphafi. Það er ekki yfir neinu að kvarta í þessum efnum nema leiknum gegn Belgíu. Við erum engu að síður á toppnum og ráðum okkar örlögum. Ég er virkilega ánægður með stelpurnar og gaman að sjá hvað við eigum orðið marga frábæra einstaklinga líka. Við eigum marga leikmenn í fremstu röð og aðrar eru að stíga enn betur upp.“ Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
„Þetta var frekar öruggt. Við spiluðum frábæran leik fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins. Spiluðum vel, sköpuðum fullt af færum og allt eins og það á að vera,“ sagði hamingjusamur þjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir 0-2 sigur á Norður-Írum í Belfast í gær. Stelpurnar okkar ljúka því góðu ári með sigri og eru á toppi síns riðils í undankeppni EM. Þó svo að íslenska liðið hafi ráðið lögum og lofum á vellinum í gær tók það 39 mínútur að brjóta heimamenn niður. „Þær eru virkilega baráttuglaðar og múruðu upp fyrir utan markið hjá sér. Það er erfitt að brjóta slíkt lið niður. Færin komu samt og mörkin voru fín. Það skiluðu allar sínu í þessum leik og það er ekki oft þannig að allir leikmenn eru góðir. Ég tók engan leikmann af velli af því að hann var slakur. Eingöngu til að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurður sem hefði viljað fá fleiri mörk. „Sigurinn var síst of stór miðað við færin sem við fengum í leiknum. Ég var samt ánægður að fá mark úr föstu leikatriði því við höfum saknað Eddu svolítið þar. Þetta var virkilega góður sigur og Þóra þurfti aðeins að verja einu sinni í leiknum. Það segir sína sögu um ógnina frá þeim. Við áttum allan leikinn og þetta var aldrei í neinni hættu. Það var samt gott að fá mörkin fyrir hlé og það létti á okkur. Eftir það fórum við að spila enn betur.“ Sigurður Ragnar segir þetta vera viðeigandi endi á ári sem sé einstakt í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. „Það er frábært að toppa með þessum sigri. Við erum búnar að vinna fjórar þjóðir á þessu ári sem eru hærra skrifaðar en við og eina tapið er gegn besta liði heims. Við erum í fínni stöðu í riðlinum og þetta er líklega besta ár kvennalandsliðsins frá upphafi. Það er ekki yfir neinu að kvarta í þessum efnum nema leiknum gegn Belgíu. Við erum engu að síður á toppnum og ráðum okkar örlögum. Ég er virkilega ánægður með stelpurnar og gaman að sjá hvað við eigum orðið marga frábæra einstaklinga líka. Við eigum marga leikmenn í fremstu röð og aðrar eru að stíga enn betur upp.“
Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira