Vændi verði síður aðgengilegt 15. október 2011 08:45 Björgvin Björgvinsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira