Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir 12. október 2011 00:00 Í réttarsalnum Júlía Tímosjenko talar við fréttamenn áður en Rodion Kirejev dómari hefur lokið lestri dómsorðsins. fréttablaðið/AP Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent