Íslenski boltinn

Við Óli Þórðar erum ólíkar týpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson skrifaði undir í gær.
Ásmundur Arnarsson skrifaði undir í gær. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Ásmundur Arnarsson hætti í gær með 1. deildarlið Fjölnis og gerði þriggja ára samning um að taka við Pepsi-deildarliði Fylkis. Fjölnismenn stóðu ekki í vegi fyrir honum og réðu síðan strax í gær aðstoðarmann hans undanfarin þrjú ár, Ágúst Þór Gylfason, sem eftirmann hans.

„Það hefur hver sinn vitjunartíma og þessi sjö ár eru búin að vera frábær fyrir mig í Grafarvoginum og ég kveð hann með söknuði. Ég hugsaði málið vel þegar þetta tækifæri bauðst og mat það svo að það væri rétti tímapunkturinn að stíga frá því verkefni og takast á við nýja áskorun," sagði Ásmundur.

„Það er fullt af efnilegum strákum í Fylki sem verður spennandi að vinna með. Vonandi náum við að bæta passlega vel og púsla inn í þetta þannig úr verði sterkur hópur," segir Ásmundur en verður ekki mikil breyting hjá Fylkisliðinu að hann komi í staðinn fyrir Ólaf Þórðarson.

„Það hefur hver sína leið til að ná sínu fram og það er rétt að við Óli Þórðar erum ólíkar týpur," segir Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×