Íslenski boltinn

Ólafur Örn skoðar sína möguleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason
Ólafur Örn Bjarnason Mynd/Stefán
„Ég er bara samningslaus leikmaður að skoða mína möguleika. Þannig er staðan hjá mér í dag," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, en hann á enn eftir að ganga frá leikmannasamningi og ekki er víst að hann spili áfram með Grindavík.

„Ég mun taka mér tíma í að skoða mín mál. Ég er samningslaus við Grindavík og það verður að semja við mig upp á nýtt þar ef ég á að vera áfram hjá félaginu. Ég mun sjá til hvernig þjálfaramálin fara þar og annað áður en ég ákveð mig. Á meðan er ég samningslaus leikmaður í leit að liði."

Ólafur Örn fór til útlanda í frí í gær og verður utan í tvær vikur. Hann mun líklega ekki ganga frá sínum málum fyrr en hann kemur aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×