Íslenski boltinn

Keflvíkingar ráða kannski þjálfara í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zoran Daníel Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic. Mynd/Valli
„Við erum búnir að ræða bæði við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Það er okkar von að þeir taki þetta að sér saman,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, en Keflvíkingar eru að leggja lokahönd á þjálfaramálin hjá sér.

Stefnan var að klára málið fyrir síðustu helgi en það gekk ekki upp. Þorsteinn sagði að hugsanlega yrði gengið frá ráðningu á þeim félögum í dag.

Á meðan hafa leikmannamál félagsins setið á hakanum, en fjöldi reynslumikilla leikmanna liðsins er að klára sinn samning.

Þar á meðal er Guðmundur Steinarsson, sem eflaust er eftirsóttur af fleiri félögum.

„Ég er mjög rólegur yfir þessu. Ég ætla að sjá hvernig þessi þjálfaramál fara áður en ég tek einhverja ákvörðun. Mér líst ágætlega á að Zoran og Gunnar taki við liðinu,“ sagði Guðmundur en kitlar það ekkert að prófa nýtt lið?

„Jú, það gerir það alltaf en maður verður líka að vera skynsamur og hugsa hvað sé best fyrir sig. Ég er ekkert að drífa mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×