Vitum að við erum með betra lið en mörg önnur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2011 08:00 Grétar Rafn Steinsson ræðir málin við Robin van Persie í viðureign Arsenal og Bolton um síðustu helgi.° Nordic Photos / Getty Images „Það er aldrei gaman að þurfa að taka sér frí frá fótbolta. En ef andlegi þátturinn er ekki 100 prósent þá ertu bara hálfur maður," sagði Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fréttablaðið um ástæður þess að hann missti af tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Grétar Rafn missti af leikjum Bolton gegn Manchester United og Norwich, en báðir töpuðust og var því ákveðið að kalla á Grétar á nýjan leik. „Ég spilaði svo gegn Aston Villa í deildarbikarnum og unnum við þann leik," segir Grétar, sem var líka með Bolton gegn Arsenal um síðustu helgi. Arsenal vann þann leik, 3-0, og er Bolton í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir sex umferðir. Grétar Rafn dró sig út úr íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári og skýrði frá því í samtali við Fréttablaðið í byrjun ágúst að það væri vegna persónulegra erfiðleika. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins," sagði hann þá og bætir við nú: „Það er mikil pressa sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og það hefur verið mikið að gerast hjá mér. Það var því ákveðið að gefa mér smá frí. Þetta var fagleg ákvörðun og ekkert annað sem býr þar að baki. Það átti að nýta aðra leikmenn en svo voru úrslitin bara ekki nógu góð." Grétar Rafn hefur einnig verið að glíma við hnémeiðsli undanfarin ár en segir að þau hái sér ekki nú. „Þetta hefur verið ákveðið basl en er þó ekki að plaga mig nú. Ég get æft á fullu og verð klár í slaginn fyrir leikinn gegn Chelsea um helgina. Ég mun spila þann leik nema eitthvað stórvægilegt gerist." Slæmt að tapa fyrir NorwichStaða Bolton í deildinni er slæm en hafa þarf í huga að síðan liðið vann nýliða QPR, 4-0, í fyrstu umferðinni hefur Bolton mætt Manchester City, Liverpool, ManchesterUnited, Norwich og Arsenal. Grétar segir að 2-1 tap fyrir Norwich hafi staðið upp úr sem stærstu vonbrigðin. „Hefðum við unnið þann leik væri staða okkar í deildinni önnur. Það er vissulega erfitt að byrja tímabilið svona illa og vera í þessari stöðu. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í vandræðum og það skiptir mestu að halda í trúna. Við vitum að við erum með betra lið en mörg önnur félög í deildinni," segir Grétar Rafn. Nýir leikmenn þurfa tímaOwen Coyle, stjóri Bolton, fékk nokkra nýja leikmenn til félagsins í haust og segir Grétar að þeir þurfi tíma. „Við fengum Gaël Kakuta að láni frá Chelsea og keyptum David N'Gog frá Liverpool. Það er góð viðbót og þetta eru virkilega góðir leikmenn. Það hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á liði Bolton á undanförnum árum en nú eru 4-5 nýir leikmenn komnir inn og þeir þurfa tíma til að aðlagast liðinu." Grétar segir ljóst að liðið þurfi að skerpa á sínum leik ætli það sér að ná betri úrslitum. „Við spilum ávallt til sigurs og erum ekki alltaf með alla menn fyrir aftan boltann þegar við verjumst. Það gekk ágætlega í fyrra þó svo að það hafi sína kosti og galla að hafa þessa ákefð í okkar leik. Staða okkar í deildinni er okkur vissulega vonbrigði og við þurfum að fara að ná í stig."eirikur@frettabladid.is Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
„Það er aldrei gaman að þurfa að taka sér frí frá fótbolta. En ef andlegi þátturinn er ekki 100 prósent þá ertu bara hálfur maður," sagði Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fréttablaðið um ástæður þess að hann missti af tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Grétar Rafn missti af leikjum Bolton gegn Manchester United og Norwich, en báðir töpuðust og var því ákveðið að kalla á Grétar á nýjan leik. „Ég spilaði svo gegn Aston Villa í deildarbikarnum og unnum við þann leik," segir Grétar, sem var líka með Bolton gegn Arsenal um síðustu helgi. Arsenal vann þann leik, 3-0, og er Bolton í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir sex umferðir. Grétar Rafn dró sig út úr íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári og skýrði frá því í samtali við Fréttablaðið í byrjun ágúst að það væri vegna persónulegra erfiðleika. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins," sagði hann þá og bætir við nú: „Það er mikil pressa sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og það hefur verið mikið að gerast hjá mér. Það var því ákveðið að gefa mér smá frí. Þetta var fagleg ákvörðun og ekkert annað sem býr þar að baki. Það átti að nýta aðra leikmenn en svo voru úrslitin bara ekki nógu góð." Grétar Rafn hefur einnig verið að glíma við hnémeiðsli undanfarin ár en segir að þau hái sér ekki nú. „Þetta hefur verið ákveðið basl en er þó ekki að plaga mig nú. Ég get æft á fullu og verð klár í slaginn fyrir leikinn gegn Chelsea um helgina. Ég mun spila þann leik nema eitthvað stórvægilegt gerist." Slæmt að tapa fyrir NorwichStaða Bolton í deildinni er slæm en hafa þarf í huga að síðan liðið vann nýliða QPR, 4-0, í fyrstu umferðinni hefur Bolton mætt Manchester City, Liverpool, ManchesterUnited, Norwich og Arsenal. Grétar segir að 2-1 tap fyrir Norwich hafi staðið upp úr sem stærstu vonbrigðin. „Hefðum við unnið þann leik væri staða okkar í deildinni önnur. Það er vissulega erfitt að byrja tímabilið svona illa og vera í þessari stöðu. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í vandræðum og það skiptir mestu að halda í trúna. Við vitum að við erum með betra lið en mörg önnur félög í deildinni," segir Grétar Rafn. Nýir leikmenn þurfa tímaOwen Coyle, stjóri Bolton, fékk nokkra nýja leikmenn til félagsins í haust og segir Grétar að þeir þurfi tíma. „Við fengum Gaël Kakuta að láni frá Chelsea og keyptum David N'Gog frá Liverpool. Það er góð viðbót og þetta eru virkilega góðir leikmenn. Það hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á liði Bolton á undanförnum árum en nú eru 4-5 nýir leikmenn komnir inn og þeir þurfa tíma til að aðlagast liðinu." Grétar segir ljóst að liðið þurfi að skerpa á sínum leik ætli það sér að ná betri úrslitum. „Við spilum ávallt til sigurs og erum ekki alltaf með alla menn fyrir aftan boltann þegar við verjumst. Það gekk ágætlega í fyrra þó svo að það hafi sína kosti og galla að hafa þessa ákefð í okkar leik. Staða okkar í deildinni er okkur vissulega vonbrigði og við þurfum að fara að ná í stig."eirikur@frettabladid.is
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti