Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk 10. september 2011 05:00 Forstöðumaður safnaðarins segir starfið við viðbygginguna að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Hinir 300 meðlimir trúfélagsins verði einfaldlega að leggja harðar að sér fyrst borgin neiti félaginu um styrk. Fréttablaðið/Valli „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
„Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira