Fótbolti

Draumabyrjun hjá Teiti og félögum í MLS-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Körfuboltastjarnan Steve Nash, sem er einn af eigendum Whitecaps, lék opnunarleikinn ekki fram hjá sér fara.
Körfuboltastjarnan Steve Nash, sem er einn af eigendum Whitecaps, lék opnunarleikinn ekki fram hjá sér fara.
Kanadíska liðið Vancouver Whitecaps lék í nótt sinn fyrsta leik í MLS-deildinni en Teitur Þórðarson þjálfar liðið eins og kunnugt er.

Það var mikið um dýrðir fyrir fyrsta leikinn sem var gegn Toronto og stemningin skilaði sínu því Whitecaps vann leikinn, 4-2.

Völlurinn var þétt setinn og körfuboltastjarnan Steve Nash, sem er einn af eigendum liðsins, var á svæðinu.

Draumabyrjun hjá Teiti og félögum og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu en undirbúningstímabilið gekk vel hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×