Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum 24. ágúst 2011 06:00 Hlýnun jarðar. Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira