Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum 24. ágúst 2011 06:00 Hlýnun jarðar. Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira