Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 10:00 Gylfi Þór er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann