Eggert Gunnþór: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 08:00 Eggert Gunnþór, til hægri, er hér í leik Hearts gegn Rangers í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði. Nordic Photos/Getty Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku. „Það voru mörg erfið lið í pottinum en við fengum líklega það allra erfiðasta. Það verður samt gaman að fá að spreyta sig gegn Tottenham,“ sagði Eggert, sem mun halda upp á 23 ára afmælið sitt þegar liðin mætast í Edinborg hinn 18. ágúst næstkomandi. „Það væri ekki leiðinlegt að fá sigur í afmælisgjöf,“ sagði hann. „Ég bið nú ekki um meira.“ Mikið hefur gengið á hjá Hearts á undanförnum vikum. Eigandi félagsins, Vladimir Romanov, ákvað að reka Jim Jefferies úr starfi knattspyrnustjóra og réði Paulo Sergio frá Portúgal í hans stað. Er það áttundi stjóri liðsins á síðustu sex árum. „Mér líst vel á hann. Við fengum aðeins tvær æfingar með honum fyrir síðasta leik en mér fannst við strax ná að bæta okkar leik,“ sagði Eggert. Eggert hefur leikið sem miðvörður í síðustu leikjum en segist helst vilja spila á miðjunni. „Þar líður mér best. Ég var settur á miðjuna í leiknum gegn Rangers fyrir tveimur vikum en þá meiddist miðvörðurinn okkar og tók ég þá hans stöðu. Ég hef verið þar síðan,“ sagði Eggert. „Það er samt skárra en að vera í hægri bakverðinum,“ bætti hann við í léttum dúr. Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku. „Það voru mörg erfið lið í pottinum en við fengum líklega það allra erfiðasta. Það verður samt gaman að fá að spreyta sig gegn Tottenham,“ sagði Eggert, sem mun halda upp á 23 ára afmælið sitt þegar liðin mætast í Edinborg hinn 18. ágúst næstkomandi. „Það væri ekki leiðinlegt að fá sigur í afmælisgjöf,“ sagði hann. „Ég bið nú ekki um meira.“ Mikið hefur gengið á hjá Hearts á undanförnum vikum. Eigandi félagsins, Vladimir Romanov, ákvað að reka Jim Jefferies úr starfi knattspyrnustjóra og réði Paulo Sergio frá Portúgal í hans stað. Er það áttundi stjóri liðsins á síðustu sex árum. „Mér líst vel á hann. Við fengum aðeins tvær æfingar með honum fyrir síðasta leik en mér fannst við strax ná að bæta okkar leik,“ sagði Eggert. Eggert hefur leikið sem miðvörður í síðustu leikjum en segist helst vilja spila á miðjunni. „Þar líður mér best. Ég var settur á miðjuna í leiknum gegn Rangers fyrir tveimur vikum en þá meiddist miðvörðurinn okkar og tók ég þá hans stöðu. Ég hef verið þar síðan,“ sagði Eggert. „Það er samt skárra en að vera í hægri bakverðinum,“ bætti hann við í léttum dúr.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira