Tryggvi Guðmundsson: Við vildum senda skýr skilaboð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 09:00 Tryggvi þrumar að marki andstæðingsins í leik með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. fréttablaðið/anton Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því. „Það er þeirra starf að segja sínar skoðanir en mér finnst þeir stundum of fljótir til,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið. „Sumir keppast um að vera fyrstir til að láta svona lagað frá sér til að geta sagt eftir á að þeir hafi sagt það fyrst. En svo þegja þeir þunnu hljóði ef það rætist ekki.“ Of snemmt að afskrifa FHÍBV er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem hefur leikið einum leik minna. Valur og FH fylgja síðan í humátt á eftir og segir Tryggvi til dæmis allt of snemmt að afskrifa hans gömlu félaga í FH. „Ég veit alveg hvað er í gangi þar. FH-ingar eru bara þremur stigum á eftir okkur og mér sýnist að þeir séu að snúa taflinu við,“ benti Tryggvi á. „Óneitanlega eru KR-ingar búnir að vera mjög flottir. Þeir eru taplausir í deild og bikar og eru með mjög öflugan og heilsteyptan hóp. Þeir eru án efa sigurstranglegastir.“ En KR á erfiða leiki eftir. Til dæmis tvo leiki gegn ÍBV og síðan Þór, FH, Keflavík og Val – allt á útivelli. „Þessir tveir leikir okkar gegn KR-ingum verða mikilvægir. Það vitum við og þeir líka. En það er enn langt í þá og fullsnemmt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Það er bara næsti leikur sem gildir,“ sagði Tryggvi, en ÍBV mætir einmitt Val í sannkölluðum toppslag á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun. „Það væri mjög gott fyrir okkur að ná sigri þar og ná að spyrna okkur aðeins frá þeim. Þetta er ekki aðeins barátta um titilinn, heldur líka Evrópusæti.“ Eitt það versta á löngum ferliFyrir helgi tapaði ÍBV fyrir Þór í undanúrslitum Valitor-bikarsins, 2-0 á Akureyri. „Sigurinn gegn Fylki var mjög kærkominn eftir það tap. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli, sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir verslunarmannahelgina,“ sagði Tryggvi, en Eyjamenn notuðu tímann vel meðan á Þjóðhátíð stóð og æfðu stíft fyrir leikinn gegn Fylki. „Þetta var góður sigur. Menn virðast halda að þetta hafi verið eitthvað auðvelt en það var það alls ekki. Það er erfitt að pressa hátt á andstæðinginn í 90 mínútur.“ Fór ekki til Eyja til að deyjaTryggvi nálgast óðum met Inga Björn Albertssonar, sem skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum tíma. Tryggvi hefur nú skorað 122 mörk og nálgast metið óðfluga. Hann hefur átt glæsilegan feril sem hefur haldið áfram að blómstra eftir að hann fór frá FH til ÍBV eftir Íslandsmótið haustið 2009. Þá hafði FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum og ÍBV haldið sæti sínu í efstu deild með naumindum eftir tveggja ára veru í 1. deildinni þar á undan. Tryggvi segist ekki hafa óttast að hann væri þar með að taka skref niður á við. „Stundum heyrði ég því fleygt að ég hefði „farið til Eyja til að deyja“,“ sagði hann og brosti. „Það óttaðist ég ekki. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég væri að stefna niður á við ef ég héldi áfram í FH. Ég var ekki lengur lykilmaður í liðinu og eyddi of miklum tíma á bekknum,“ sagði Tryggvi og lofaði Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, mikið. „Heimir er ótrúlega spennandi þjálfari og allt það sem hann ætlaði sér að gera með ÍBV heillaði mig mikið. Svo var það rómantíkin að ljúka hringnum með því að spila aftur með uppeldisfélaginu á síðustu árum ferilsins. Því reyndist þetta auðveld ákvörðun á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því. „Það er þeirra starf að segja sínar skoðanir en mér finnst þeir stundum of fljótir til,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið. „Sumir keppast um að vera fyrstir til að láta svona lagað frá sér til að geta sagt eftir á að þeir hafi sagt það fyrst. En svo þegja þeir þunnu hljóði ef það rætist ekki.“ Of snemmt að afskrifa FHÍBV er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem hefur leikið einum leik minna. Valur og FH fylgja síðan í humátt á eftir og segir Tryggvi til dæmis allt of snemmt að afskrifa hans gömlu félaga í FH. „Ég veit alveg hvað er í gangi þar. FH-ingar eru bara þremur stigum á eftir okkur og mér sýnist að þeir séu að snúa taflinu við,“ benti Tryggvi á. „Óneitanlega eru KR-ingar búnir að vera mjög flottir. Þeir eru taplausir í deild og bikar og eru með mjög öflugan og heilsteyptan hóp. Þeir eru án efa sigurstranglegastir.“ En KR á erfiða leiki eftir. Til dæmis tvo leiki gegn ÍBV og síðan Þór, FH, Keflavík og Val – allt á útivelli. „Þessir tveir leikir okkar gegn KR-ingum verða mikilvægir. Það vitum við og þeir líka. En það er enn langt í þá og fullsnemmt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Það er bara næsti leikur sem gildir,“ sagði Tryggvi, en ÍBV mætir einmitt Val í sannkölluðum toppslag á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun. „Það væri mjög gott fyrir okkur að ná sigri þar og ná að spyrna okkur aðeins frá þeim. Þetta er ekki aðeins barátta um titilinn, heldur líka Evrópusæti.“ Eitt það versta á löngum ferliFyrir helgi tapaði ÍBV fyrir Þór í undanúrslitum Valitor-bikarsins, 2-0 á Akureyri. „Sigurinn gegn Fylki var mjög kærkominn eftir það tap. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli, sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir verslunarmannahelgina,“ sagði Tryggvi, en Eyjamenn notuðu tímann vel meðan á Þjóðhátíð stóð og æfðu stíft fyrir leikinn gegn Fylki. „Þetta var góður sigur. Menn virðast halda að þetta hafi verið eitthvað auðvelt en það var það alls ekki. Það er erfitt að pressa hátt á andstæðinginn í 90 mínútur.“ Fór ekki til Eyja til að deyjaTryggvi nálgast óðum met Inga Björn Albertssonar, sem skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum tíma. Tryggvi hefur nú skorað 122 mörk og nálgast metið óðfluga. Hann hefur átt glæsilegan feril sem hefur haldið áfram að blómstra eftir að hann fór frá FH til ÍBV eftir Íslandsmótið haustið 2009. Þá hafði FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum og ÍBV haldið sæti sínu í efstu deild með naumindum eftir tveggja ára veru í 1. deildinni þar á undan. Tryggvi segist ekki hafa óttast að hann væri þar með að taka skref niður á við. „Stundum heyrði ég því fleygt að ég hefði „farið til Eyja til að deyja“,“ sagði hann og brosti. „Það óttaðist ég ekki. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég væri að stefna niður á við ef ég héldi áfram í FH. Ég var ekki lengur lykilmaður í liðinu og eyddi of miklum tíma á bekknum,“ sagði Tryggvi og lofaði Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, mikið. „Heimir er ótrúlega spennandi þjálfari og allt það sem hann ætlaði sér að gera með ÍBV heillaði mig mikið. Svo var það rómantíkin að ljúka hringnum með því að spila aftur með uppeldisfélaginu á síðustu árum ferilsins. Því reyndist þetta auðveld ákvörðun á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira