Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 09:00 Draumurinn rættist Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovic gerðu á sínum tíma. Mynd/Ajax.nl „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
„Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira