Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2011 07:00 Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, segir sitt lið hafa verið einstaklega óheppið með meiðsli í sumar. Fréttablaðið/Valli Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar. Þrátt fyrir dapurt gengi stendur ekki til að reka Andra. Hann tók við liðinu í byrjun mars eftir að Leifi Garðarssyni var vikið frá störfum. Andri fékk því ekki mikinn tíma til þess að undirbúa liðið eftir sínu höfði fyrir Íslandsmótið. „Við erum sannfærðir um að við séum með nógu hæfan þjálfara til þess að halda okkur uppi. Það er engin panikk í gangi. Ég get alveg lofað því," sagði Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, en hann segir menn í Víkinni enn bera höfuðið hátt. „Það er engan bilbug á okkur að finna þrátt fyrir erfitt gengi. Það er sterk liðsheild í Víkinni. Það hafa verið mikil meiðsli hjá okkur, sem hefur ekki hjálpað til. Það er kannski frasi en við höfum ekki enn getað stillt upp okkar sterkasta liði í sumar. Við lítum þannig á málið. Þessi hópur er að okkar mati nógu góður til þess að klára verkefni sumarsins, sem er einfaldlega að tryggja sæti í úrvalsdeildinni," sagði Björn. Hann hefur þó í hyggju að styrkja liðið, enda skiptir það Víkinga öllu að halda sæti sínu í deildinni. „Við munum styrkja okkur. Það er ýmislegt í farvatninu hvað það varðar. Það er alveg ljóst að við bætum við okkur einum til tveimur mönnum. Við í Víkinni svífumst einskis til þess að klára þetta verkefni, sem er að halda liðinu uppi. Við höfum ákveðna háleita drauma og verkefni sumarsins skiptir miklu máli til að þeir draumar geti ræst. Það eru allir meðvitaðir um það." Andri þjálfari er heldur ekki af baki dottinn. „Ef ég væri búinn að missa trúna á verkefnið væri ég hættur. Mér þykir of vænt um þetta félag til þess að bara vera hér," sagði Andri við Fréttablaðið, en hann hefur þegar nælt í einn leikmann. Framherjinn Magnús Páll Gunnarsson, sem áður lék með Blikum, er búinn að semja við liðið og fleiri eru á leiðinni eins og áður segir. „Við þurfum styrkingu fram á við enda höfum við ekki verið nógu kröftugir þar. Því er heldur ekki að neita að við þurfum meiri breidd og höfum ekki alveg ráðið við þau áföll sem við höfum lent í. Við höfum verið mjög óheppnir með meiðsli. Við eigum efnilega leikmenn en þeir geta ekki tekið á sig of mikla ábyrgð strax. Þeir eiga að styðja við þá sem eldri eru og smám saman komast inn í okkar leik," sagði Andri. Hann á von á því að Helgi Sigurðsson verði klár í næsta leik og svo kemur Björgólfur Takefusa inn aftur síðar, en báðir hafa verið meiddir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar. Þrátt fyrir dapurt gengi stendur ekki til að reka Andra. Hann tók við liðinu í byrjun mars eftir að Leifi Garðarssyni var vikið frá störfum. Andri fékk því ekki mikinn tíma til þess að undirbúa liðið eftir sínu höfði fyrir Íslandsmótið. „Við erum sannfærðir um að við séum með nógu hæfan þjálfara til þess að halda okkur uppi. Það er engin panikk í gangi. Ég get alveg lofað því," sagði Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, en hann segir menn í Víkinni enn bera höfuðið hátt. „Það er engan bilbug á okkur að finna þrátt fyrir erfitt gengi. Það er sterk liðsheild í Víkinni. Það hafa verið mikil meiðsli hjá okkur, sem hefur ekki hjálpað til. Það er kannski frasi en við höfum ekki enn getað stillt upp okkar sterkasta liði í sumar. Við lítum þannig á málið. Þessi hópur er að okkar mati nógu góður til þess að klára verkefni sumarsins, sem er einfaldlega að tryggja sæti í úrvalsdeildinni," sagði Björn. Hann hefur þó í hyggju að styrkja liðið, enda skiptir það Víkinga öllu að halda sæti sínu í deildinni. „Við munum styrkja okkur. Það er ýmislegt í farvatninu hvað það varðar. Það er alveg ljóst að við bætum við okkur einum til tveimur mönnum. Við í Víkinni svífumst einskis til þess að klára þetta verkefni, sem er að halda liðinu uppi. Við höfum ákveðna háleita drauma og verkefni sumarsins skiptir miklu máli til að þeir draumar geti ræst. Það eru allir meðvitaðir um það." Andri þjálfari er heldur ekki af baki dottinn. „Ef ég væri búinn að missa trúna á verkefnið væri ég hættur. Mér þykir of vænt um þetta félag til þess að bara vera hér," sagði Andri við Fréttablaðið, en hann hefur þegar nælt í einn leikmann. Framherjinn Magnús Páll Gunnarsson, sem áður lék með Blikum, er búinn að semja við liðið og fleiri eru á leiðinni eins og áður segir. „Við þurfum styrkingu fram á við enda höfum við ekki verið nógu kröftugir þar. Því er heldur ekki að neita að við þurfum meiri breidd og höfum ekki alveg ráðið við þau áföll sem við höfum lent í. Við höfum verið mjög óheppnir með meiðsli. Við eigum efnilega leikmenn en þeir geta ekki tekið á sig of mikla ábyrgð strax. Þeir eiga að styðja við þá sem eldri eru og smám saman komast inn í okkar leik," sagði Andri. Hann á von á því að Helgi Sigurðsson verði klár í næsta leik og svo kemur Björgólfur Takefusa inn aftur síðar, en báðir hafa verið meiddir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira