Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum 8. júní 2011 06:00 Sorpbrennslan Funi Þrátt fyrir að engin heilsuverndarmörk hafi verið skilgreind um díoxín er talið öruggt að íbúar í nágrenni Funa þurfi ekki að óttast heilsutap vegna mengunar.mynd/halldór Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. Díoxínmagn í blóði þeirra sem unnu í Funa eða bjuggu næst sorpbrennslunni er hæst 60 prósent yfir viðmiðunargildum sem voru fengin frá tuttugu manns á Ísafirði og í Reykjavík. Í marsmánuði var safnað blóðsýnum og mjólkursýni frá íbúum á Ísafirði, í Skutulsfirði, Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, eftir að í ljós kom að sorpbrennslur í Skutulsfirði, Eyjum og á Klaustri höfðu um árabil myndað díoxín yfir mörkum fyrir sorpbrennslur sem tóku til starfa eftir 2003. „Þetta er léttir, það verður að viðurkennast,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Spurður um niðurstöðu mælingarinnar, og við hvað sé miðað, segir Haraldur að heilsuverndarmörk séu ekki vel skilgreind. „Þetta er ekki vel skilgreint, ég verð að játa það. En menn telja að þetta magn ógni ekki heilsu manna að neinu leyti.“ Haraldur segir að í Bandaríkjunum sé miðað við 25-30 píkógrömm (pg/g) sem heilsuverndarmörk. „Það er heldur ekki hægt að fullyrða að þó að gildin færu í 50 að það ógni heilsu og okkar vísindamenn telja sig fullvissa um að þetta magn sé skaðlaust.“ Hæstu gildi úr blóðsýnum starfsmanna og íbúa í Skutulsfirði voru 16,2 pg/g. Viðmiðunargildi voru í kringum tíu pg/g sem er ámóta og þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu mælir sóttvarnalæknir engu að síður með að allir sem starfa við sorpbrennslur noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. „Ég mæli með því að menn verji sig vel og vonandi heyra þessir brennsluofnar bráðum sögunni til,“ segir Haraldur. Enn er unnið að blýmælingum hjá þeim sem voru rannsakaðir með tilliti til díoxíns. Niðurstöður þeirra mælinga verða væntanlega gerðar kunnar síðar í þessum mánuði. Þær mælingar gefa til kynna hvort annars konar mengun hafði áhrif á fólk á þeim svæðum þar sem sorpbrennslur störfuðu. svavar@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. Díoxínmagn í blóði þeirra sem unnu í Funa eða bjuggu næst sorpbrennslunni er hæst 60 prósent yfir viðmiðunargildum sem voru fengin frá tuttugu manns á Ísafirði og í Reykjavík. Í marsmánuði var safnað blóðsýnum og mjólkursýni frá íbúum á Ísafirði, í Skutulsfirði, Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, eftir að í ljós kom að sorpbrennslur í Skutulsfirði, Eyjum og á Klaustri höfðu um árabil myndað díoxín yfir mörkum fyrir sorpbrennslur sem tóku til starfa eftir 2003. „Þetta er léttir, það verður að viðurkennast,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Spurður um niðurstöðu mælingarinnar, og við hvað sé miðað, segir Haraldur að heilsuverndarmörk séu ekki vel skilgreind. „Þetta er ekki vel skilgreint, ég verð að játa það. En menn telja að þetta magn ógni ekki heilsu manna að neinu leyti.“ Haraldur segir að í Bandaríkjunum sé miðað við 25-30 píkógrömm (pg/g) sem heilsuverndarmörk. „Það er heldur ekki hægt að fullyrða að þó að gildin færu í 50 að það ógni heilsu og okkar vísindamenn telja sig fullvissa um að þetta magn sé skaðlaust.“ Hæstu gildi úr blóðsýnum starfsmanna og íbúa í Skutulsfirði voru 16,2 pg/g. Viðmiðunargildi voru í kringum tíu pg/g sem er ámóta og þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu mælir sóttvarnalæknir engu að síður með að allir sem starfa við sorpbrennslur noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. „Ég mæli með því að menn verji sig vel og vonandi heyra þessir brennsluofnar bráðum sögunni til,“ segir Haraldur. Enn er unnið að blýmælingum hjá þeim sem voru rannsakaðir með tilliti til díoxíns. Niðurstöður þeirra mælinga verða væntanlega gerðar kunnar síðar í þessum mánuði. Þær mælingar gefa til kynna hvort annars konar mengun hafði áhrif á fólk á þeim svæðum þar sem sorpbrennslur störfuðu. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira