Enski boltinn

Gervinho inn í myndinni hjá bæði Arsenal og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gervinho fagnar hér marki með Lille.
Gervinho fagnar hér marki með Lille. Mynd/AP
Fílabeinsstrendingurinn Gervinho gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í sumar því bæði Arsenal og Liverpool hafa bæði mikinn áhuga á að kaupa þennan 24 ára framherja frá franska liðinu Lille.

Gervinho hjálpaði Lille að verða franskur meistari í fyrsta sinn síðan 1954 en liðið varð einnig bikarmeistari. Gervinho var með 15 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum á þessu tímabili en árið á undan skoraði hann 13 mörk og gaf 9 stoðsendingar þegar Lille endaði í 4. sæti deildarinnar og komst í Evrópudeildina.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið aðdáandi Gervinho í langan tíma en það er talið að hann verði að selja Andrey Arshavin ætli hann að eiga pening fyrir Gervinho.

Gervinho ætlar sér að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili sem hann getur gert hjá bæði Lille og Arsenal en ekki hjá Liverpool.

Gervinho hefur samt ekki viljað lokað á möguleikann á að spila hjá Liverpool en hann mun ekki gera upp hug sinn fyrir en eftir landsleik Fílabeinstrandarinnar og Benín sem fram fer 5. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×