Barcelona fór illa með United á Wembley - vann 3-1 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2011 18:30 Lionel Messi. MyndAP Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26
Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04
1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53
Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38
Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19
Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02
Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57
Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11
Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn