Enski boltinn

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Anders Lindegaard stóð síðast í marki Manchester United í 5-0 sigrinum á Fulham í vikunni og nú er stóra spurningin hvort að hann eigi möguleika á því að slá út Spánverjann David De Gea.

„Ég vona að ég sé búinn að skapa vandamál fyrir stjórann," sagði Anders Lindegaard í viðtali á heimasíðu Manchester United.

„Það man enginn eftir einstökum markvörslum eftir tíu leiki og þá skiptir bara tölfræðin máli. Ég er búinn að spila fimm leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það er falleg tölfræði og ég er mjög ánægður með hana," sagði Lindegaard.

Manchester United spilar þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni yfir jól og áramót á móti Wigan, Blackburn og Newcastle.

Samanburður á markvörðum Manchester United
Mynd/Nordic Photos/Getty
(Enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin)

David de Gea

17 leikir

1530 mínútur

21 mark á sig

6 leikir haldið hreinu

73 mínútur á milli marka

Anders Lindegaard

6 leikir

540 mínútur

1 mark á sig

5 leikir haldið hreinu

540 mínútur á milli marka
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.