Enski boltinn

Benayoun valinn í ísraelska landsliðshópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun í leik með Chelsea.
Yossi Benayoun í leik með Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Yossi Benayoun, fyrirliði ísraelska landsliðsins, er í hópnum fyrir leiki liðsins á móti Lettlandi og Gerogíu í undankeppni EM þrátt fyrir að hafa ekki spilað með Chelsea síðan í október.

Benayoun fór í hásinaraðgerð fyrir sex mánuðum en er nýbyrjaður að æfa á ný með Chelsea-liðinu. Hann á hinsvegar enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Chelsea eftir meiðslin.

„Ég er búinn að vera í sambandi við hann síðan að hann meiddist," sagði Luis Fernandez, þjálfari Ísrael.

„Yossi er byrjaður að æfa með Chelsea og hann tekur fullan þátt í æfingum eins og er. Ég veit að hann er ekki í hundrað prósent formi en þetta er fyrirliðinn okkar," sagði Fernandez. Benayoun hefur skorað 33 mörk í 90 landsleikjum fyrir Ísrael.

Ísrael mætir Lettland 26. mars og spilar við Georgíu þremur dögum seinna. Báðir leikirnir fara fram í Ísrael.

Benayoun náði aðeins að spila fimm leiki með Chelsea eftir að hann kom þangað frá Liverpool en síðasti leikur hans var í deildarbikarnum á móti Newcastle 22. september síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×